fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Vonskuveður á norðvestur horninu – Appelsínugul viðvörun

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. mars 2024 16:30

Hríðin í fyrramálið samkvæmt spá BBC. Mynd/BBC Weather

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Vestfjörðum vegna vonskuveðurs á morgun, mánudag. Viðvörunin gildir allan daginn en einnig hafa gular viðvaranir verið gefnar út.

Búist er við norðaustan byl með 18 til 25 metra á sekúndu vindi og snjókomu. Að sögn Veðurstofunnar má búast við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og samgöngutruflunum. Það er vegalokunum og töfum á flugsamgöngum.

„Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Appelsínugul viðvörun gildir allan daginn á Vestfjörðum. Þegar eru í gildi gular viðvaranir á öllu norðvesturhorni landsins sem og á Faxaflóa. Þessar viðvaranir falla svo úr gildi ein af annarri á morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Í gær

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?