fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Kom grátandi að henni þegar hún fór og keypti í matinn – „Þegar ég raðaði í körfuna leið mér fáránlega illa“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. mars 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ver­um þakk­lát fyr­ir það sem við höf­um. Það er ekki sjálfsagt,“ segir Úrsúla Jünemann, kennari á eftirlaunum, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni segir hún meðal annars frá því þegar hún fór að kaupa í matinn fyrir skemmstu.

„Fyr­ir fram­an versl­un­ina vatt lít­ill maður sér að mér hálf­grát­andi og bað um hjálp, hann ætti ekki fyr­ir mat. Hann var keng­bog­inn og aug­ljós­lega af er­lend­um upp­runa. Ég klappaði hon­um vin­gjarn­lega á bakið og hvarf svo inn í búðin,“ segir hún.

„Svo þegar ég raðaði í körf­una leið mér fá­rán­lega illa. Hvað ég hef það ótrú­lega gott! Get keypt allt sem mig lang­ar. Hef alltaf nóg að borða, líð ekki skort. Og hvað kem­ur mönn­um til þess að betla mat rétt hjá? Þetta er ör­ugg­lega mjög niður­lægj­andi. Ég veit ekki hvort litli maður­inn var sér­lega góður leik­ari, en ég gat ekki annað en gefið hon­um brauðið sem ég var búin að kaupa þegar ég fór úr búðinni.“

Úrsúla segir að eftir innkaupaferðina hafi ferðinni verið heitið á bókasafnið að kíkja í blöðin.

„Í Heim­ild­inni var talað um hversu marg­ar millj­ón­ir ör­fá­ir gæðing­ar á þessu blessaða landi fá á hverju ári. Töl­ur um 60, 70 og jafn­vel fleiri millj­ón­ir á ári létu mig aft­ur hugsa til litla manns­ins sem var að betla mat. Þess­ir menn sem þiggja of­ur­kaup, bónusa og þókn­un „fyr­ir vel unn­in störf“ ættu að skamm­ast sín. Hvað gera menn við svona marg­ar millj­ón­ir? Stofna eða kaupa sig inn í fleiri fyr­ir­tæki? Gambla eins og í Matador-spili sem var vin­sælt áður fyrr? Setja eitt­hvað annað á haus­inn sem kost­ar fjölda manna at­vinnu? Eða selja?“

Úrsúlu líst ekki á blikuna.

„Þetta er orðið ógeðslegt þjóðfé­lag. Marg­ir kenna inn­flytj­end­um um hve erfitt er að „ná end­um sam­an“. Þessi áróður kem­ur frá hægri vængn­um á þing­inu. Staðreynd­in er sú að hag­kerfið blómstr­ar vegna þess að inn­flytj­end­ur nenna að vinna illa borguð störf sem eng­inn Íslend­ing­ur kær­ir sig um.“

Úrsúla segir að man­sals­málið sé eitt af skugga­leg­um hliðum sem hafa dúkkað upp núna. Sjálf kveðst hún ekki vilja vita hve mörg fyr­ir­tæki þríf­ast á því að brjóta á rétti lág­launa­fólks af er­lend­um upp­runa.

„En ís­lenska rík­is­stjórn­in ætl­ar að setja strang­ari skil­yrði fyr­ir því að fólk frá Palestínu geti fengið dval­ar­leyfi hér. Ef neyðin er ein­hvers staðar meiri þá er það þar. Ver­um þakk­lát fyr­ir það sem við höf­um. Það er ekki sjálfsagt. Og hætt­um að kenna út­lend­ing­um um það sem miður fer. Þetta er upp til hópa vinnu­samt og nægju­samt fólk sem set­ur ekki kröf­urn­ar jafn hátt til lífs­gæða eins og við Íslend­ing­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“