fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Íslenskir læknar taka slaginn gegn upplýsingaóreiðu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2024 13:30

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands greinir frá því í pistli í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að félagið hyggist standa fyrir fundaröð sem verði sérstaklega ætluð almenningi. Markmiðið sé að sporna gegn vaxandi upplýsingaóreiðu.

Steinunn segir að uppi sé vaxandi upplýsingaóreiða sem sé ógn við starfsumhverfi lækna og við heilbrigðisþjónustu frasmtíðar. Áskoranir sem fylgi upplýsingaóreiðunni hafi ekki síst endurspeglast í Covid-19 heimsfaraldrinum:

„Þar varð óreiðan, misvísandi upplýsingagjöf og umræðan á tímabilum þess valdandi að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þurftu að sitja undir svívirðingum og jafnvel þola ofbeldi fyrir það eitt að sinna störfum sínum eftir bestu fyrirliggjandi þekkingu. Alþjóðlega varð marktæk aukning á bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi gegn læknum og hjúkrunarfræðingum í faraldrinum og versnaði það eftir því sem á hann leið.“

Þess vegna sé mikilvægt að raddir lækna heyrist í opinberri umræðu og að tryggt sé að almenningur hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum.

Steinunn segir að íslenskir læknar hafi deilt sérþekkingu sinni þegar eftir því hafi verið leitað. Læknablaðið sjálft sé dæmi um þetta og opin málþing á Læknadögum, ár hvert. Það dugi þó ekki til:

„Læknar hafa þó ítrekað kallað eftir því að fagleg rödd lækna heyrist víðar og oftar, ekki hvað síst í ljósi fyrrnefndrar upplýsingaóreiðu og misvísandi umræðu. Ákallið kemur einnig frá fólkinu í landinu.“

Almenningur fái aðgang að læknum

Steinunn segir að fyrirhuguð fundaröð fyrir almenning sé svar Læknafélagsins við þessu ákalli:

„Við munum rýna mál líðandi stundar og leita til sérfræðinga læknastéttarinnar á hinum ýmsu sviðum til að sitja fyrir svörum um málefni sem brenna á samfélaginu. Með þessu er ætlunin að skapa vettvang þar sem almenningur hefur aðgang að læknum og læknar fá möguleika á að deila þekkingu sinni með almenningi. Þannig fáum við læknar tækifæri til að gefa af okkur til stærri hóps en við náum til í okkar daglegu störfum.“

Fundirnir verði síðan aðgengilegir á heimasíðu Læknafélagsins til að sem flestir fái aðgang að þeim.

Steinunn segir að fundaröðin sé eingöngu ein af mörgum leiðum sem læknar þurfi að nýta til að þekking þeirri gagnist samfélaginu. Einn helsti styrkur íslenskra lækna sé að þeir hafi leitað sér menntunar víða um lönd sem geri þeim kleift að velja það sem best hafi reynst við veitingu heilbrigðisþjónustu. Hún hvetur íslenska lækna til að vera í virku „samtali“ við stjórnvöld um skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar:

„Þannig leggjum við læknar okkar lóð á vogarskálarnar, veitum nauðsynlegt aðhald og tökum sameiginlega ábyrgð með stjórnvöldum á veitingu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu til framtíðar á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“