fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Guðrún svarar Ólafi fullum hálsi: Tóm tjara að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina sinna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2024 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að fyrirtækið hafi alltaf og muni alltaf hafa hagsmuni viðskiptavina í fyrirrúmi.

Guðrún skrifaði aðsenda grein sem birtist á vef Vísis í gærkvöldi en tilefnið er hörð gagnrýni sem komið hefur á fyrirtækið vegna samstarfs Krónunnar við Wok On.

Sjá einnig: Ólafur allt annað en sáttur: „Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur“

Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi hf., móðurfélagi Krónunnar, skrifaði harðorða grein á Vísi í gær þar sem hann sagði að stjórnendur Krónunnar hefðu valið að setja viðskiptavini sína í hættu frekar en að þurfa að borga mögulegar skaðabætur.

Krónan verið bótaskyld

Gerði Ólafur viðtal við Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, í Morgunblaðinu á mánudag að umtalsefni en í viðtalinu sagði Ásta að Krónan hafi reynt að losna út úr samningum við Wok On. Lögregla réðst sem kunnugt er í umfangsmiklar aðgerðir á dögunum vegna vegna gruns um peningaþvætti, mansal og skipulagða brotastarfsemi.

Sagði Ásta að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í nóvember í fyrra og reynt að koma sér út úr honum síðan þá. Af lagalegum ástæðum hefði það verið erfitt því Krónan þá verið bótaskyld, enda 12 mánaða uppsagnarákvæði verið í samningnum.

Ólafur gagnrýndi þetta harðlega og sagði að Krónan hafi ákveðið að selja viðskiptavinum vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögregla gerði rassíuna fyrir viku síðan.

Rekið af sjálfstæðum aðilum á eigin leyfi

Guðrún áréttar í grein sinni á Vísi í gærkvöldi að samningnum við Wok On hafi verið sagt upp í nóvember síðastliðnum með samningsbundnum uppsagnarfresti.

„Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður,“ segir Guðrún.

Hún bendir einnig á að Wok On hafi verið rekið af sjálfstæðum rekstraraðilum og á eigin starfsleyfi. Tiltekið hafi verið í yfirlýsingu frá Wok On í nóvember að eigandi lagersins í Sóltúni kæmi ekki að rekstri Wok On-staðanna og að birgjar væru allt viðurkenndir aðilar.

„Það sama var gert á fundum með Krónunni, þar sem stjórnendur Krónunnar voru fullvissaðir um að engin matvæli frá umræddum matvælalager hefðu komið inn á stað Wok On í Krónunni. Að auki staðfestu þáverandi forsvarsmenn Wok On að staðurinn uppfyllti öll skilyrði um heilnæmi og meðferð matvæla en það kemur skýrt fram í samningum Krónunnar að heilbrigðisreglugerðum skuli fylgt í hvívetna af hálfu rekstraraðila. Krónan treysti því að starfsleyfi Wok On yrði afturkallað ef starfsemin uppfyllti ekki skilyrði Heilbrigðiseftirlitsins.“

Gripu til allra þeirra úrræða sem tæk voru

Guðrún segir að Krónan hafi gripið til allra þeirra samningsbundnu og lagalegu úrræða sem hafa verið tæk á hverjum tíma með velferð viðskiptavina að markmiði. Segir hún að það sé því fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina sinna til að forða Krónunni frá hugsanlegri skaðabótaskyldu.

„Við sjáum það núna í ljósi þessa hörmulega máls að Krónan þarf að gera ítarlegri kröfur á þá sem reka sjálfstæð veitingarými innan verslana varðandi upplýsingagjöf úr niðurstöðum Heilbrigðiseftirlitsins. Krónan mun gera þessar niðurstöður sýnilegar viðskiptavinum staðanna þannig að öllum verði ljóst áður en þeir versla á viðkomandi stöðum hvaða einkunn þeir fá frá Heilbrigðiseftirlitinu. Krónan fagnar auknu gagnsæi og hvetur aðrar matvöruverslanir, mathallir og veitingastaði til að gera slíkt hið sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks