fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Árni Stefán sagður hóta lögsókn eftir ásökun um að vera leigusali frá helvíti – Sigurbjörg lifir í stöðugum ótta í rándýru hreysi – „Svik og prettir út í eitt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryrki á sjötugsaldri, Sigurbjörg Hlöðversdóttir, steig fram í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld og sagðist óttast um líf sitt út af samskiptum við leigusala sinn. Hún hafi tekið húsnæði á leigu og skuldbundið sig til að greiða 200 þúsund krónur á mánuði gegn því að leigusalinn kæmi eigninni í mannsæmandi horft. Sigurbjörg hefur staðið við sitt, en segir að leigusalinn hafi ekki gert hið sama.

Fréttastofa leit við hjá Sigurbjörgu þar sem sjá má aðstæður, en varla telst húsnæðið íbúðarhæft. Gat er á gólfi í svefnherbergi, rafmagnsvírar standa út í loft og eldhúsinnréttingin er gömul hurð sem er búið að saga í gat fyrir vask, sem ekki er búið að festa. Sigurbjörg segist búa við hættuástand út af rafmagni sem uppfylli engan veginn öryggiskröfur og lifir Sigurbjörg í stöðugum ótta við eldsvoða.

Leigusali Sigurbjargar hefur verið áberandi í umræðunni í gegnum tíðina. Hann er lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í dýravernd. Um er að ræða Árna Stefán Árnason, sem jafnframt mun vera frændi Sigurbjargar, ef marka má færslu hans á Facebook þar sem hann kallar hana frænku.

Sigurbjörg skrifar í athugasemd á Facebook-síðu sinni í kvöld að síðan fréttin birtist í dag hafi Árni staðið í hótunum við hana. Hann saki hana um skjalafals, sem Sigurbjörg segir ekki geta staðist enda liggi skriflegur leigusamningur fyrir í málinu. Hún hefur áður birt staðfestingu þess efnis að leigusamningi hafi verið skilað til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem ber rafræna undirritun bæði hennar og Árna.

Sigurbjörg segist ekki einu sinni hafa afnot af eldavél, þó henni hafi verið lofað að slík yrði til innifalinn í leigu. Fyrir herlegheitin borgar hún svo 200 þúsund krónur á mánuði. Hún hefur gætt þess að reyna að halda samskiptum eins og hún getur skriflegum, en hefur birt skjáskot þar sem Árni tilkynnir henni að leigusamningur verði ekki endurnýjaður enda sé „þetta tuð í þér óþolandi“.

Deilur þeirra hafi staðið yfir nokkra hríð en fyrir viku ákvað Sigurbjörg að nóg væri nóg og nafngreindi Árna á Facebook.

„Hann hefur fengið lögmannsréttindi í cheeriospakka. Þá er mér slétt sama og læt allt flakka. Svik og prettir út í eitt. Er með sannanir fyrir húsbrotum, sviknum loforðum, myndir og fleira. Hann er búinn að eyða samskiptum sem hann gat, en ég á eitthvað eftir og emailin eru í skjalaskrá hjá mér,“ skrifar Sigurbjörg 5. mars og tekur fram að Árni hafi toppað vitleysuna með því að skipa henni að rýma eignina, þvert á rétt hennar samkvæmt húsaleigulögum.

Sigurbjörg sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að nú væri gott komið. Ekki standi steinn yfir steini yfir nokkru sem Árni segir, hvorki í skrifuðu né mæltu orði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks