fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Keypti stórriddarakross á uppboði og afhenti forsetaembættinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 20:00

(F.v.) Petra Tarnavölgyi móttökuritari, Zsófia Strémen tannlæknir, hjónin Hrafnhildur Sigurðardóttir og Hjalti Garðarsson (eigendur klíníkurinnar), ásamt Guðna forseta; Beatrix Anett Máté tanntæknir og Tamas Nagy framkvæmdastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega bárust fregnir af því að íslensk fálkaorða, stórriddarakross, hefði verið boðin upp hjá hollenskum uppboðsaðila, í gegnum Catawiki appið, sem er stærsta rafræna uppboðshús heims.

Stórriddarakrossinn er töluvert æðri tegund af fálkaorðu en sú tegund sem best er þekkt og gjarnan er veitt 1. janúar eða 17. júní. Ljóst er að stórriddarakross er fágæt orða en aðeins 12 manneskjur eru handhafar „Stórriddarakross með stjörnu Hinnar íslensku fálkaorðu“, eins og orðan er kölluð í orðhafaskrá á heimasíðu embættis forseta Íslands. Um er að ræða æðstu tegund orðunnar: „Keðja ásamt stórkrossstjörnu (einungis fyrir þjóðhöfðingja)“.

Meðal hinna fágætu orðuhafa eru Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands og eftirfarandi íslensku forsætisráðherrar: Emil Jónsson, Geir H. Haarde, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen og Halldór Ásgrímsson. Þrátt fyrir skilgreininguna á orðunni hafa nokkrir menn sem ekki teljast til þjóðhöfðingja verið sæmdir hennir, meðal annars Ármann Snævarr hæstaréttardómari og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.

Uppboðið átti sér stað í byrjun febrúar og sá sem keypti orðuna er Hjalti Garðarsson, eigandi Íslensku Klíníkunnar sem starfrækt er í Búdapest í Ungverjalandi. Hjalti keypti orðuna ekki til eignar heldur afhenti hann hana forsetaembættinu. Er DV spurði Hjalta út í málið sagði hann að framkvæmdastjóri Íslensku Klíníkunnar, Tamas Nagy, hafi sagt honum frá orðunni og þannig hafi hann haft veður af málinu. Honum hafi þá runnið blóðið til skyldunnar:

„Þar sem við erum eina íslenska tannlæknaklíníkin í Búdapest er oft leitað til okkar með eitt og annað sem tengist samskiptum Íslands og Ungverjalands, sem eiga sér jú langa sögu. Einn viðskiptavinar okkar kallaði okkur „næstum sendiráð“ svo auðvitað rann okkur blóðið til skyldunnar að koma þesssari merku orðu í réttar hendur, enda um að ræða hæsta stig orðunnar og einungis 12 hafa verið afhentar frá upphafi,  þar meðal Jacques Chirac.“

Hjalti með orðuna fágætu.

Forseti þakkaði fyrir drengskapinn

Hjalti, ásamt fylgdarliði, skilaði orðunni á skrifstofu forseta Íslands föstudaginn 1. mars síðastliðinn. Forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson, var þá í flugi á heimleið til landsins. Segir Hjalti að fundurinn hafi verið frjálslegur og óformlegur. „Það er líka enginn prótókoll til um það hvernig eigi að bera sig að þegar einhver skilar orðu annar en afkomandi orðuhafans.“

Er forsetinn frétti af þessu bauð hann Hjalta og fylgdarliði heim að Bessastöðum til að þakka fyrir drengskapinn. Þetta þótti ungverskum starfsmönnum Íslensku Klíníkunnar sem voru með í för mikið ævintýri og töluðu mikið um hve  „heimilislegt“ það væri að fá slíkt heimboð.

Ekki liggur fyrir hver átti umrædda orðu. En DV spurði Hjalta hvort honum hafi ekki þótt freistandi að halda orðunni. „Sannur heiður fæst ekki keyptur, hann vinnur maður sér inn með því að vinna af heilindum,“ segir hann.

Hjalti vill ekki gefa upp hvað hann greiddi fyrir orðuna en viðurkennir að upphæðin hafi hlaupið á hundruðum þúsunda. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur frá safnara er þessi tegund orðu metin á bilinu 500 til 750 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum