fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Áfram auknar líkur á eldgosi en fyrirvari gæti verið innan við 30 mínútur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 11:02

Frá gosinu í desember síðastliðnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auknar líkur eru á eldgosi næstu daga, samkvæmt uppfærðri frétt  Veðurstofu Íslands. Þar segir að virkni hafi haldist stöðug undanfarna daga og að eldgos geti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur.

Líklegast er talið að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast og er hraði landris nokkuð jafn. Hættumat geri ekki ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem áhrif geta haft á áhættuna sem felst í því að vera innan hættusvæða. Mögulegt er að kvikuhlaup verði án þess að til eldgoss komi.

Líkanareikningar sýna að í dag hafi um 8,5-9 milljónir rúmmetrar af kviku safnast fyrir undan Svartsengi. Að öllu jöfnu hefur dregið úr hraða landsris þegar nálgast hefur eldgos, en hraðinn hefur haldist nokkurn veginn sá sami síðustu daga. Þegar horft er til fyrri eldgosa þá aukast líkur á gosi þegar magn kviku hefur náð 8-13 milljón rúmmetrum, og ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hraða nást efri mörk í næstu viku.

Haettusvaedi_VI_29feb

Það skal tekið fram að þó svo að Veðurstofan hafi á þessu stigi ekki aukið hættustig á umbrotasvæðunum þá geta aðstæður þar breyst mjög hratt og án fyrirvara. Þau sem eiga erindi inn á hættusvæðin þurfa að vera meðvituð um slíkt. Í því hættumati sem Veðurstofan gefur út er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á þá áhættu sem felst í að vera innan hættusvæða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra