fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Hvað er málið með allar þessar hringingar? „Þá er þetta bara inn­heimt í gegn­um síma­reikn­ing­inn þinn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir landsmenn hafa fengið símhringingar úr erlendum númerum síðustu daga. Eiga hringingarnar það sameiginlegt að standa yfir í stuttan tíma áður en skellt er á. Oftar en ekki virðast þessar hringingar koma frá Srí Lanka eða Lúxemborg.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að um einhvers konar skyndisókn sé að ræða í íslensk númer. Markmiðið sé að fá viðtakendur símtalanna til að hringja til baka en við það skapast hugsanleg skylda á viðkomandi að greiða háa upphæð fyrir símtalið.

Sjá einnig: Ef þú færð hringingu úr þessu númeri skaltu ekki svara – Getur reynst dýrkeypt

Segir Hrafnkell við Morgunblaðið að svikahrapparnir búi til fjarskiptaþjónustu sem getur innheimt greiðsluskylduna þegar hringt er til baka.

„Þá er þetta bara inn­heimt í gegn­um síma­reikn­ing­inn þinn, sem kem­ur þér vænt­an­lega á óvart og verður nokkuð hátt. Ef nokk­ur þúsund manns eða nokk­ur hundruð falla í þessa gryfju hef­ur sá sem svik­in stundaði fengið eitt­hvað fyr­ir sinn snúð,“ segir Hrafnkell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi