„Vinnan hefur gengið vel og ríkir bjartsýni um að það takist að hleypa heitu vatni á lögnina þegar líður á daginn eða kvöldið,“ segir í tilkynningu sem Almannavarnir birtu á Facebook-síðu sinni um 11 leytið.
Í tilkynningunni er þó ítrekað að aðgerðin sé flókin og margt þurfi að ganga upp til að allt takist.
„Þegar vatni verður hleypt á nýja lögn er mikilvægt að íbúar Suðurnesja fari áfram sparlega með heitt vatn næstu daga á meðan lögnin er að taka við sér. Á myndinni, sem fengin er á Facebook-síðu HS Orku, má sjá starfsmenn og verktaka vinna þrekvirki í nótt.“