fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða lagabreytingu – Ekki hægt að gera fyrirtæki að dómara sem gerir upp á milli Bríet og hryðjuverkasamtaka

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska lénaskráin ISNIC leggst gegn tillögum Háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis um breytingar á fjarskiptalögum og lögum um landshöfuðslén. Þetta kemur fram í umsögn fyrirtækisins um fyrirhugaðar breytingar.

Segir í umsögn ISNIC að í frumvarpi séu lagðar til tvær viðamiklar efnisbreytingar á lögum um íslensk landshöfuðslén. Annars vegar sé kallað eftir skráningu á raunverulegum stjórnanda léns, og hins vegar gerðar ýmsar kröfur til heitis léns. ISNIC geldur varhug við báðum breytingunum og hvetur umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til að stíga varlega til jarðar, enda eiga breytingarnar fyrst og fremst við um starfsemi ISNIC.

„Tillögurnar sem hér um ræðir munu torvelda rekstur lénaskráninga undir íslenska landshöfuðléninu, valda óvissu hjá notendum og eru afar ólíklegar til að na þeim markmiðum sem stefnt er að.“

Leppar geta ekki firrt sig ábyrgð

Almennt sé það svo að rétthafi léns sé í raun raunverulegur stjórnandi þess, enda sá einn ábyrgur fyrir notkun og stjórnun léns. Það sé því enginn raunverulegur munur á rétthafa og „raunverulegum stjórnanda“. Megi ráða af minnisblaði raðuneytis að markmið breytingarinnar sé að ná til aðila sem hafa fengið svokallaða leppa til að skrá sig fyrir léninu.

Segir í minnisblaði:

„Í dag er ekki gerð krafa um að raunverulegir notendur léna séu gefnr upp og hefur það verið nýtt til leppaskráninga á lénum sem svo eru nýtt í vefveiðaárásir. Skráður rétthafi ber fyrir sig þagnarskyldu gagnvart notendum lénanna og ómögulegt er að nálgast þá.“

ISNIC segir að rétthafi sé ábyrgur og geti ekki skráð lén fyrir hönd annarra og þannig firrt sig ábyrgð með vísan til þagnarskyldu. Þessi breyting yrði ISNIC, sem rekstraraðila höfuðléns, afar íþyngjandi og jafnvel ómöguleg í framkvæmd.

Ráðuneytið segi augljóst að herða þurfi regluverð til að mæta auknum netárásum en ISNIC segist ekki kannast við dæmi frá öðrum löndum um að krafa sé gerð um skráningu „raunverulegra stjórnenda“ léna.

„ISNIC bendir á að vandamálið sem ætlunin er að sporna við, sem eru svikastarfsemi og lögbrot sem framin eru á Internetinu, og mest á samfélagsmiðlum, er alþjóðlegt vandamál. Séríslensk regla á borð við þá sem lögð er til, og nær eingöngu til afar afmarkaðs hluta Internetsins, hefur fyrst og fremst þau áhrif að íþyngja íslenskri lénaskráningu og mun engum árangri skila í baráttunni gegn netglæpum. Mikill meirihluti léna er notaður í lögmætum tilgangi á grundvelli réttrar rétthafaskráningar þar sem rétthafi er í reynd raunverulegur stjórnandi léns.“

Þeir sem ætli að misnota lén séu yfir höfuð ekki að skrá sig með réttum hættu og þar með strax búnir að brjóta gildandi lög um slíka skráningu. Þessi framkvæmd muni ekki breytast með hertum reglum.

Eins gagnrýnir ISNIC að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila, ekkert mat gert á tilgangi lagabreytingar, kostnaði og nauðsyn hennar sem og mat á áhrifum og hvort hægt sé að ná markmiðum með vægari hætti.

Seint hægt að fyrirbyggja svikastarfsemi

Í reynd sé verið að gera kröfur til ISNIC að ráðast í flóknar kerfisbreytingar á skráningu sem og að fyrirtækið safni viðbótarupplýsingum um rétthafa allra skráðra léna.

„ISNIC hefur ekki hagsmuni af því að .is-lén séu notuð til að svíkja fjármuni af einstaklingum og fyrirtækjum, eða í öðrum ólögmætum tilgangi. Allt slíkt skaðar bæði orðspor lénsins og ISNIC. Fyrirtækið vinnur hörðum höndum að því að koma í veg fyrir ófullnægjandi lénaskráningar og með góðum árangri, enda eru svikalén undir .is bæði fá og lifa að jafnaði stutt, áður en ISNIC lokar þeim. Hins vegar verður seint hægt að fyrirbyggja með öllu ólögmæta starfsemi á netinu.“

Tillaga ráðuneytisins sé ekki til þess fallin að auka netöryggi landsmanna heldur mun aðeins íþyngja rekstri ISNICog torvelda fyrirtækinu að fylgjast með og bregðast við röngum eða ófullnægjandi skráningum.

Hvað varðar hina tillöguna um sérstakar kröfur til heitis léns þá ætli ráðuneytið að krefjast þess að skráningar séu ekki fallnar til að skaða orðspor landsins, að heiti tengist ekki refsiverðri starfsemi eða brjóti gegn gildandi lögum, svo sem með því að líkja eftir öðru léni til að villa á sér heimildir.

Þetta sé óframkvæmanlegt.

„Starfsmenn ISNIC verða ekki settir í dómarasætið um það, hvort heiti léns sé í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands, hvort heiti léns sé til þess fallið að skaða orðspor landsins, né hvort heiti léns tengist refsiverðri starfsemi eða brjóti gegn gildandi lögum. Burt séð frá almennum sjónarmiðum um meðferð opinbers valds væri óvinnandi að viðhafa þess háttar eftirlit með nýskráningum léna og gera út af við lénaskráningarkerfið í núverandi mynd þar sem rétthafar skrá sjálfir lén á eigin ábyrgð – án aðkomu þriðja aðila. Auk þess verður að benda á að í skráningu léns felst tjáning sem nýtur sem slík verndar stjórnarskrár og alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðili að.“

Þetta ákvæði eigi sér líklega enga hliðstæðu í heiminum og virðist byggja á misskilningi um eðli léns og muninn á heiti og notkun.

ISIS ekki sama og Ísis

Í minnisblaði sé vísað til tilviks þar sem hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki skráðu lén á Íslandi. Það sé þó ógjörningur að fullyrða með skráningu einni hvað vaki fyrir þeim sem lénið skráir.

„Benda má á í þessu sambandi að Ísis er m.a. íslenskt kvenmannsnafn og að söngkonan Bríet heitir Bríet Ísis Elfar. Kysi hún að notast við millinafn sitt, og miðla upplýsingum um list sína á isis.is, myndu líklega fáir halda því fram að í heiti lénsins fælist lögbrot.“

ISNIC býðst til að gera betur grein fyrir afstöðu sinni á fundi nefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári