Um klukkan hálfsex í morgun varð skjálfti, 3,1 að stærð, um 5 km norð-norðvestur af Bláfjallaskála. Fannst skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu.
Skjálfti, 2,4 að stærð, mældist á sama svæði í gærkvöld, kl. 22:55. Fáir eftirskjálftar hafa fylgst.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands.