fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Rússar hafa ástæðu til að hafa áhyggjur eftir árás langt inni í Rússlandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 07:00

Það logaði vel í olíustöðinni. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn segjast hafa gert drónaárás á olíubirgðastöð í Sankti Pétursborg. Þetta er áhyggjuefni fyrir Rússa því þetta sýnir að Úkraínumenn geta gert árásir djúpt inni í Rússlandi.

Ekki hafa borist fréttir af manntjóni í árásinni en vitað er að eldur kom upp í olíubirgðastöðinni og að töluvert tjón varð.

Sankti Pétursborg, sem er næststærsta borg Rússlands og heimabæ Vladímír Pútíns, er tæplega 900 km frá úkraínsku landamærunum.

Oleksandr Kamysyin, iðnaðarráðherra Úkraínu, segir að drægi úkraínsku drónanna sé mun meira en 900 kílómetrar. Þetta sagði hann í umræðum í Davos í Sviss í síðustu viku. Samkvæmt því sem Ukrainska Pravda segir, þá sagði hann að Úkraínumenn geti framleitt allt frá litlum drónum, sem bera myndavélar, sem kosta 350 dollara, upp í dróna af þeirri stærð sem var flogið til Sankti Pétursborgar. Sú tegund geti borið sprengiefni og hafi dróninn, sem var flogið til Sankti Pétursborgar, flogið 1.250 kílómetra áður en hann hæfði olíubirgðastöðina. „Ég er viss um að við munum sjá fleiri atburði af þessu tagi á þessu ári,“ sagði hann.

Andrii Jusov, talsmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, sagði þennan sama dag að eins og venjulega vilji Úkraínumenn hvorki staðfesta neitt né neita en aðeins benda á staðreyndir. Sprengingar hafi áður átt sér stað í Leningrad-héraðinu, þar sem Sankti Pétursborg er, en í þetta sinn hafi verið um nýtt gæðastig að ræða hvað varðar bæði landfræði og þau tæki sem voru notuð við eyðilegginguna. „Og já, óvinurinn hefur ástæðu til að hafa áhyggjur af hernaðarmannvirkjum sínum í Sankti Pétursborg og Leningrad-héraðinu,“ sagði hann í samtali við Ukrainska Pravda.

Hann sagði einnig að olíubirgðastöðin sé lögmætt skotmark því hún sé notuð til að sniðganga refsiaðgerðir Vesturlanda og til að sjá rússneska hernum fyrir olíu og fjármagni til stríðsrekstursins í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks