fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Rímspillisár frestar bóndadeginum í ár – Ruglingur á sumum dagatölum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 22. janúar 2024 15:30

Bóndadagurinn frestaðist um eina viku vegna rímspillisársins í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2023 var svokallað rímspillisár og því er bóndadeginum, og þar með þorranum, frestað um eina viku. Dæmi eru um að dagatöl hafi verið prentuð með vitlausri dagsetningu bóndadags sem hafi valdið uppnámi hjá þorrablótsnefndum.

Samkvæmt útskýringu Vísindavefsins er rímspillisár þegar aðfaradagur árs, seinasti dagur ársins, er laugardagur og næsta ár á eftir hlaupár. Þetta gerist vanalega á 28 ára fresti. Gerðist árið 2023 en þar áður árið 1995.

Er vísað í útskýringar stjarnfræðingsins Þorsteins Sæmundssonar þessu til stuðnings. Það er að orðið rím merkir útreikning almanaks eða dagatals. Samanber að ruglast í ríminu sem þýðir að ruglast á dögum.

Sumarauki síðar en vanalega

Hið gamla íslenska tímatal kallast misseristal, því áherslan var á misserin tvö. Sumar og vetur. Það grundvallaðist á vikum en ekki mánuðum.

Rímspillir er tímabil í þessu misseristali þegar viðmiðunartímar seinka um einn dag. Þá spillist rímið, dagsetningarnar ruglast. Svokölluðum sumarauka, sem er ein vika, er skotið inn í misseristalið degi síðar en vanalegt er til að misseristalið sé í samræmi við náttúrulegt árstíðafar.

„Innskot á sumarauka degi síðar en vanalega, verður oftast á 28 ára fresti en aldrei þegar hlaupár er. Rímspillirinn stendur þá frá sumarauka og fram á hlaupársdag næsta ár,“ segir í útskýringu Vísindavefsins. „Rímspillisár er árið sem rímspillir hefst. Rímspillisár hefst þegar sumarauka er skotið inn í 23. júlí í stað 22. júlí.“

Ruglaði þorrablótsnefndir

Staðarmiðillinn Austurfrétt greindi frá því í haust að þetta hefði ruglað þorrablótsnefndir í skipulagningu sinni. Það er að sum dagatöl hefðu verið með rangri dagsetningu bóndadags ársins 2024. Höfðu sagt hann vera 19. janúar en ekki 26. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum