fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Orðrómur um að Úkraína lumi á leynilegu „kraftaverka vopni“ – Er það rétt?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. janúar 2024 04:30

Úkraínskt stórskotalið að störfum í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háværir orðrómar eru á kreiki um að Úkraínumenn lumi á leynilegu kraftaverkavopni sem NATO hafi látið þeim í té. Er þetta vopn sagt hafa verið notað til að skjóta niður tvær af mikilvægustu flugvélum Rússa nýlega.

Ekki er vitað hvort þessir orðrómar eiga upptök sín í Úkraínu eða Rússlandi, eða jafnvel báðum löndum. En víst er að þeir eru háværir og illa gengur að kveða þá í kútinn.

Þá vaknar spurningin auðvitað hvort vopn af þessu tagi sé til?

Metro ræddi við Ivan Stupak, öryggisráðgjafa úkraínskra stjórnvalda, sem sagði að eins og staðan sé núna, þá sé svarið nei. „Við þurfum eitthvað sem gæti rofið varnarlínur óvinarins á hernumdu svæðunum, en eins og staðan er núna, þá er það vopn ekki til,“ sagði hann.

Hann benti á að daglega skjóti Rússar fimm sinnum meira magni af sprengjum á Úkraínumenn en Úkraínumenn á þá.

Hann sagði að Úkraínumenn þurfi eitthvað byltingarkennt, álíka og þegar Kínverjar fundu byssupúður upp á níundu öld, til að sigra rússneska herinn.

Hér er nýleg umfjöllun DV.is um það þegar vélarnar voru skotnar niður.

Úkraínumenn skutu niður eina mikilvægustu flugvél Rússa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“