Ekki er vitað hvort þessir orðrómar eiga upptök sín í Úkraínu eða Rússlandi, eða jafnvel báðum löndum. En víst er að þeir eru háværir og illa gengur að kveða þá í kútinn.
Þá vaknar spurningin auðvitað hvort vopn af þessu tagi sé til?
Metro ræddi við Ivan Stupak, öryggisráðgjafa úkraínskra stjórnvalda, sem sagði að eins og staðan sé núna, þá sé svarið nei. „Við þurfum eitthvað sem gæti rofið varnarlínur óvinarins á hernumdu svæðunum, en eins og staðan er núna, þá er það vopn ekki til,“ sagði hann.
Hann benti á að daglega skjóti Rússar fimm sinnum meira magni af sprengjum á Úkraínumenn en Úkraínumenn á þá.
Hann sagði að Úkraínumenn þurfi eitthvað byltingarkennt, álíka og þegar Kínverjar fundu byssupúður upp á níundu öld, til að sigra rússneska herinn.
Hér er nýleg umfjöllun DV.is um það þegar vélarnar voru skotnar niður.