Miðað við myndbandið, sem má sjá hér að neðan, má teljast heppni að enginn hafi slasast og ljóst að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði orðið fyrir hnullungum sem rúlluðu niður hlíðina.
Sá sem tók myndbandið segist hafa óttast að hann yrði vitni að stórslysi þegar hnullungarnir rúlluðu niður. Sem betur fer hafi þó enginn slasast.
„Við heyrðum talsverðan hávaða og vorum að velta fyrir okkur hvaðan hann kæmi þegar við sáum þetta,“ segir sá sem birti myndbandið.
Á svæðinu eru viðvörunarskilti þar sem varað er við grjóthruni og varasamri aurbleytu, en ferðamennirnir sem voru nálægt því að verða undir grjótinu virðast hreinlega ekki hafa tekið mark á því. Ferðamaðurinn sem tók myndbandið sagði við mbl.is í gær að það hefði verið tekið þann 12. janúar síðastliðinn.
Rockslide at Sólheimajökull in Iceland
byu/ricebowlazn inVisitingIceland