fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Í gæsluvarðhald eftir lífshættulega hnífstungu í Vesturbænum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. janúar 2024 09:50

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem stakk mann með hnífi á mótum Hringbrautar og Hofsvallagötu í Reykjavík á föstudagsnótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Frá þessu greindi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við DV.

RÚV greindi frá málinu á laugardag og hefur þar eftir lögreglu að ekki sé talið að árásin tengist hópamyndun eða fyrri átökum. Tilefni árásarinnar var það að maðurinn var á gangi á miðri götu og par sem átti leið hjá gerði athugasemd við það háttalag þar sem það væri hættulegt. Maðurinn dró þá upp hníf og stakk karlmanninn í síðuna. Parið er á þrítugsaldri en árásarmaðurinn milli fertugs og fimmtugs.

Grímur staðfestir þessa lýsingu RÚV en bendir að rannsókn sé skammt komin. „Þetta virðist bara hafa verið eitthvert samtal, en í raun er bara ómögulegt um þetta að segja, málið er bara á þessu stigi núna, það eru bara örfáir dagar síðan við fengum það inn á okkar borð,“ segir hann.

Aðspurður segir Grímur að ástand árásarþolans sé stöðugt. „Ástand hans er stöðugt, held ég að ég megi segja, en þetta var mjög alvarleg atlaga.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika