fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Stúlka lýsti ofbeldi stjúpföður í símtali til Neyðarlínunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á Reykjanesi hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu og dóttur, og brot gegn nálgunarbanni.

Málið kom inn á borð til lögreglu er tilkynning barst frá Fjarskipamiðstöð ríkislögreglusjóra 21. maí 2022 með tilkynningu gegnum netspjall frá stúlku undir lögaldri sem sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi að hálfu stjúpföður á heimili sínu. Lögreglumenn hittu stúlkuna grátbólgna í anddyri hússins sem fylgdi þeim inn í íbúðina þar sem hinn ákærði var fyrir og móðir stúlkunnar. Í dómnum segir:

„Brotaþoli greindi frá því að móðir hennar hafi átt afmæli 20. maí og hún og ákærði hafi verið að drekka. Ákærði hafi talað mjög niðrandi og dónalega við móður brotaþola, sem kvaðst hafa beðið hann að hætta að tala svona til móður sinnar. Ákærði hafi slegið brotaþola með flötum lófa vinstri handar í andlitið. Brotaþoli kvað móður sína hafa stigið á milli þeirra en ákærði hafi þá hrint henni á sjónvarp og haldið um öxl hennar með krepptan hnefa vinstri handar ógnandi við andlit hennar. Brotaþoli kvað móður sína hafa losað sig en brotaþoli kvaðst hafa óskað eftir aðstoð í gegnum netspjall lögreglu en ekki þorað að hringja í Neyðarlínu þar sem foreldrar hennar hefðu getað heyrt til hennar. Brotaþoli var mjög skelkuð og erfitt að ræða við hana þar sem hún grét mikið.“

Ákæruliðir eru fjölmargir og snúast um líkamlegt og andlegt ofbeldi, ógnanir og fjölmörg rof á nálgunarbanni. Hér gefur að líta nokkur tvö dæmi um brot gegn nálgunarbanni:

„Með því að hafa, þann 14. janúar 2023, á lögreglustöðinni við Hringbraut, Reykjanesbæ, brotið gegn nálgunarbanni og kallað til og öskrað á A, þar sem hún var einnig stödd, þrátt fyrir að ákærða hafi með ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. 31. desember 2022 verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart þeim..“

„Með því að hafa, þann 6. apríl 2023, brotið gegn nálgunarbanni og verið ásamt A og dóttur þeirra C að dvalarstað ákærða í herbergi í Röstinni að […], þrátt fyrir að ákærða hafi með ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. 22. mars 2023 verið bannað að koma á eða í námunda við heimili A, kt. 000000-0000, B, kt. 000000-0000 og C, kt. 000000-0000, öllum til heimilis að […], á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilið, mælt frá miðju hússins, ásamt því að honum var bannað að veita A, B og C eftirför, nálgast þær á almannafæri, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma þeirra, senda þeim tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við þær.“

Um ofbeldið sem leiddi til þess að maðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni og dóttur má nefna þetta dæmi:

„Með því að hafa, þann 21. maí 2022, á sameiginlegu heimili fjölskyldunnar að […], talað með niðrandi hætti til A og kallað hana ljótum nöfnum, því næst þegar B bað hann um að hætta að tala svona við móður sína, slegið B á kinn hennar og loks, er A steig á milli þeirra, hrint A á sjónvarp í stofu íbúðarinnar og haldið um öxl A og ógnað henni með því að halda krepptum hnefa við andlit hennar.“

Maðurinn hótaði eiginkonunni og dætrum sínum margoft barsmíðum. Dómari féllst á að maðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir, að mestu, og sagði brotin alvarleg. Maðurinn hefði skapað ógnarástand á heimili sínu og margoft rofið nálgunarbann. Eiginkonan neitaði að bera vitni fyrir dómi en dóttir hans bar vitni í Barnahúsi. Ennfremur voru vitnisburðir lögreglumanna sem komu að málinu þungvægir.

Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa slegið eiginkonu sína margsinnis í hnakkann. Var sú ásökun studd vitnisburði dóttur mannsins sem varð vitni að ofbeldinu en framburður hennar þótti mjög trúverðugur.

Maðurinn var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða annarri dóttur sinni 1,2 milljónir í miskabætur og hinni dóttur sinni 600 þúsund krónur.

Dóminn má lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks