fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ármann telur að gosið verði skammlíft

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. janúar 2024 07:15

Ármann Höskuldsson á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið, sem hófst við Grindavík í gær, mun væntanlega ekki standa lengi yfir að mati Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið en benti jafnframt á að þrátt fyrir að gosið verði skammvinnt, þá geti ýmislegt gerst.

Hann sagði að heldur hægar hafi dregið úr gosinu en hann hefði viljað. Þetta gos sé töluvert frábrugðið gosinu sem hófst 18. desember. Það hafi verið kröftugra og hraðar hafi dregið úr því. „Í þessu gengur verr að koma kvikunni upp sem gerir það að verkum að það tekur aðeins lengri tíma að slá á gosið,“ sagði Ármann.

Hann sagðist ekki telja að fleiri gossprungur eigi eftir að myndast, kerfið þurfi tíma til að hlaða sig á nýjan leik eftir að hafa losað um þrýsting.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar