fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Grindavík rýmd aftur – „Dvöl í Grindavík þykir óásættanleg út frá öryggi almennings“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. janúar 2024 16:58

Frá Grindavík. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík verður aftur rýmd tímabundið. Þessi ákvörðun var tekin á grundvelli áhættumats almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra út frá nýju hættumatskorti Veðurstofu Íslands.

„Áhættumat almannavarnadeildar 12. janúar er á þann veg að dvöl í Grindavík þykir óásættanleg út frá öryggi almennings,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Áhætta er metin mismikil eftir bæjarhlutum, en ekki er búið að klára nánari greiningu. Liggur þó fyrir að margar sprungur liggja um vegi og götur sem aka þarf um á milli bæjarhluta, en þessar sprungur stækka hættusvæði. Aðstæður í Grindavík eru án fordæma í byggð á Íslandi og mikilvægt að hafa  öryggi og velferð Grindvíkinga í forgangi.

Því hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að banna alla dvöl og starfsemi í Grindavík. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.

„Gera má ráð fyrir að fyrirmælin gildi næstu þrjár vikur. Eingöngu verður heimilt, með sérstöku leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að vera í Grindavík vegna löggæslu, björgunarstarfa, rannsókna, gerð hættumats eða í skamma stund við björgun verðmæta. Bannið tekur gildi frá og með kl. 19:00 mánudaginn 15. janúar.“

Grindvíkingar tilkynni nýjan dvalarstað

Þar með þar sérstakt leyfi frá lögreglustjóra hafi fólk hug á að vera í Grindavík við björgunarstörf, rannsóknir eða við björgun og viðhald verðmæta.

Á meðan á banni stendur verður staðan metin betur sem og hætta frá sprungum og skyndilegum sprunguopnunum. Að því verkefni kemur þverfaglegur hópur sérfræðinga og í forgangi verða samgönguleiðir, svo íbúðar- og iðnaðarhverfi.

„Fólk sem dvelur í Grindavík er beðið um að hringja í 1717 við brottför og tilkynna um nýjan dvalarstað. Ef enginn dvalarstaður er í boði er fólk hvatt til að koma á skrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9, Reykjavík.  Þjónustumiðstöð Almannavarna verður áfram starfrækt í Tollhúsinu milli kl. 10-17 alla virka daga. Þar er boðið upp á sálfélagslegan stuðning sem og upplýsingar og félagslega ráðgjöf um þau úrræði sem Grindvíkingum stendur til boða.  Þangað er einnig hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út nýtt hættumatskort vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Eins og áður sýnir kortið mat á hættum sem eru til staðar og nýjum hættum sem gætu skapast með litlum fyrirvara innan tilgreindra svæða. Eingöngu er lagt mat á hættu innan þessara svæða, en hættur geta leynst utan þeirra. Heildarhættumat fyrir svæðin er óbreytt frá síðasta korti. Þó er breyting á mati á hættu í tengslum við sprungur innan svæðis 4, þ.e. Grindavík. 

Hætta í tengslum við skyndilega opnun á sprungum sem hafa verið kortlagðar innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið metin hærri. Sú breyting hefur hins vegar ekki áhrif á heildarhættumat fyrir Grindavík. Það skal tekið fram að hætta í tengslum við sprungur er bundin við þekkt og afmörkuð svæði innan bæjarmarkanna. Kortið gildir til þriðjudagsins 16. janúar að öllu óbreyttu.

Munurinn á hættumati annars vegar og áhættumati hins vegar er í megindráttum sá að hættumat skilgreinir hverskonar hætta getur steðjað að, hvað getur valdið þeirri hættu og hverjar séu líkur sé á að hún raungerist. Áhættumat skilgreinir hvaða afleiðingar alvarlegir atburðir geta haft í för með sér og greinir hvaða mótvægisaðgerðir séu best til þess fallnar að draga úr líkum og afleiðingum þeirra. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu heldur landris áfram við Svartsengi, Skipastígshraun og nágrenni. Magn kviku er talið vera orðið það sama var þegar eldgos hófst 18 desember sl. Komi til eldgoss metur vísindafólk líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnjúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells, eða á svipuðum slóðum og gaus 18. desember. Ekki er þó útilokað að kvika leiti sunnar og jafnvel alla leið til Grindavíkur.  

Ekki er búið að vinna áhættumat vegna sprunguopnunar eða eldgosa í Svartsengi og því ná þessar ákvarðanir ekki til þess svæðis.  “

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks