fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Gagnrýnir RÚV fyrir að kynna rafmyntir – „Hefur einkenni pýramýdasvindls“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. janúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og lektor í fjármálum, fer hörðum orðum um rafmyntir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Rafmyntir séu ekki alvöru verðmæti og öll starfsemi tengd afmyntaviðskiptum hafi einkenni pýramídsvindls. Hann sakar RÚV um að ýtta undir féflettingu með kynningu sinni á þessum viðskiptum.

„Það kem­ur fyr­ir að Rík­is­út­varpið, sem hef­ur ýms­ar skyld­ur sem al­manna­út­varp, ræði um og birti fregn­ir af efni líkt og um al­vöru sé að ræða. Nokkr­um sinn­um hef­ur full­trúi Mynt­kaupa komið til viðtals um raf­mynt sem um al­vöru verðmæti sé að ræða. Raf­mynt hef­ur öll ein­kenni glópagulls og öll starf­semi tengd raf­myntaviðskipt­um hef­ur ein­kenni pýra­mýda­s­vindls. Þeir, sem koma fyrst­ir inn í leik­ara­skap­inn, fara út með verðmæti þeirra sem koma síðast­ir inn. Þetta heit­ir féflett­ing. Og al­manna­út­varp á ekki að taka þátt í kynn­ingu á þess hátt­ar féflett­ingu, án þess að vara við starf­sem­inni. Rétt eins og RÚV sé aug­lýs­ing­port án end­ur­gjalds.“

Vilhjálmur gagnrýnir jafnframt Seðlabankann fyrir að vara ekki nægilega mikið við rafmyntum, hins vegar hafi Landsvirkjun áttað sig á því að rafmyntagröftur sé sviksamlegur og segist ekki selja orku til slíkrar starfsemi.

Í greininni fer Vilhjálmur yfir nokkrar tegundir peningalegra eigna. Að hans mati stendur rafmynt höllum fæti gagnvart eignum á borð við reiðufé og gull, svo dæmi séu tekin. Hann bendir á að peningalegar eignir séu forsenda lífeyris eldri borgara. Vilhjálmur segir:

„Vissu­lega eru flest­ar pen­inga­leg­ar eign­ir skráðar með ra­f­ræn­um hætti, en það er vitað um skuld­ara sam­kvæmt skil­mál­um hinna ra­f­rænu eigna. Einnig er vitað hvert er hið und­ir­liggj­andi hluta­fé­lag sem á í hlut og einnig hver er starf­semi þess, ef eig­andi hef­ur áhuga á að vita það. Raf­mynt er ekki þess­um kost­um búin.“

Hann segir ennfremur:

„Pen­inga­leg­ar eign­ir breyt­ast frá ári til árs og eru eitt í sigri, annað í ósigri, því tak­markið með þeim er meira virði en bar­átt­an.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum