fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Eistland annað landið í Austur-Evrópu til að leyfa giftingar samkynhneigðra

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 09:36

Smám saman fjölgar þeim löndum þar sem giftingar samkynhneigðra eru leyfilegar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag varð Eistland aðeins annað landið í Austur-Evrópu til að heimila giftingar samkynja para. Löggjöfin var samþykkt í sumar á eistneska þinginu með 55 atkvæðum gegn 34.

Þar með er Eistland orðið fyrsta landið af Eystrasaltsríkjunum til að heimila giftingar samkynhneigðra og fyrsta landið í fyrrum Sovétríkjunum.

„Þetta er mikilvæg stund og sýnir að Eistland er hluti af Norður-Evrópu,“ sagði Keio Soomelt, verkefnisstjóri Baltic Pride við breska dagblaðið The Guardian.

Frá árinu 2013 hafa samkynhneigðir geta gengið í staðfesta samvist eins og heimilt er í nokkrum öðrum löndum Austur-Evrópu. Flest lönd Vestur-Evrópu hafa heimilað giftingar samkynhneigðra en í austrinu eru það aðeins Eistland og Slóvenía.

Í mörgum löndum, svo sem Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Ungverjalandi, Búlgaríu og Serbíu er það bundið í stjórnarskrá að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar