fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Söguleg réttarhöld hafin í Bankastræti Club málinu – Fjölmiðlabann fram á fimmtudag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. september 2023 10:25

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu er nú hafinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Brotið er blað í sögu dómskerfisins með þessum réttarhöldum vegna gífurlegs umfangs þeirra. Aðalmeðferðin er ekki í húsi héraðdsóms heldur í veislusal að Gullhömrum í Grafarholti. Yfir 50 manns gefa skýrslu fyrir dómi og sakborningar eru alls 25.

Ljósmyndari DV var á vettvangi og tók meðfylgjandi myndir í aðdraganda réttarhaldanna. Ljósmyndataka var síðan bönnuð inni í húsinu um kl. 9:55, eða nokkrum mínútum áður en aðalmeðferð hófst. Sakborningar koma inn í salinn einn í einu og bannað er að mynda þá. Þeir héldu til í bakherbergi fyrir byrjun aðalmeðferðar fyrir utan einn sem kom í lögreglufylgd á staðinn skömmu fyrir upphaf þinghalds.

Fyrsti sakborningurinn sem leiddur var inn í salinn fyrir dóminn huldi ekki andlit sitt en var snyrtilega klæddur í jakkaföt.

Ró og yfirvegun einkenndu þinghaldið og allt fór vel fram.

Sakborningar eru alls 25. Málið snýst um innrás hóps manna inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club í nóvember árið 2021. Þar voru þremur mönnum veittir áverkar, m.a. með hnífi. Hlutdeild sakborninganna 25 í málinu er mjög mismikil. Sumir beittu mennina ofbeldi en aðrir voru eingöngu á vettvangi.

Athyglisvert er að dómari málsins, Sigríður Hjaltested, hefur meinað sakborningunum varð vera viðstadda aðalmeðferð málsins. Þeir eiga að gefa skýrslu, hver og einn, og fara síðan út í kjölfarið. Í málsgrein 3.1. í 166 grein laga um meðferð sakamála segir: „Við aðalmeðferð máls fara að jafnaði fram í einni lotu skýrslutökur og munnlegur flutningur máls. Ákærði á rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari getur þó ákveðið að hann víki af þingi meðan skýrsla er tekin af öðrum sem eru ákærðir í málinu eða meðan vitni gefur skýrslu, sbr. 123. gr.“

Aðalmeðferð hófst klukkan 10 í morgun og mun standa í rúma viku. Fjölmiðlabann frá skýrslutökum í málinu gildir fram á fimmtudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Í gær

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir algjört kaos hafa ríkt við brottför á Keflavíkurflugvelli – „Aðstæðurnar voru hræðilegar“

Segir algjört kaos hafa ríkt við brottför á Keflavíkurflugvelli – „Aðstæðurnar voru hræðilegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi