The Wall Street Journal segir að þetta sé stór áfangi eftir 3,5 mánaða langa gagnsókn Úkraínumanna.
Ónafngreindur foringi í úkraínska flughernum sagði að tekist hafi að sigrast á hindrunum á borð við skurði og steinsteypuklumpa en þeir eru yfirleitt notaðir til að hamla för skriðdreka.
Þessir steypuklumpar eru í daglegu tali nefndir „drekatennur“ en þetta einhverskonar ferkantaðir klumpar í pýramídaformi og þykja þeir koma að góðu gagni við að hamla för skriðdreka og annarra ökutækja.
The Wall Street Journal segir að myndbönd á samfélagsmiðlum sýni stórskotaliðsárásir Rússa á úkraínsk ökutæki á svæðinu og staðfestir það að sögn blaðsins að Úkraínumenn eru komnir í gegnum varnarlínuna.
Hugveitan Institute for the Study of War, sem fylgist náið með gangi stríðsins, skýrir einnig frá gegnumbroti Úkraínumanna á samfélagsmiðlinum X.
Geolocated footage posted on Sept. 21 indicates that Ukrainian armored vehicles advanced south of the Russian anti-tank ditches and dragon’s teeth obstacles that are part of a tri-layered defense and engaged in limited combat immediately west of #Verbove (18km SE of Orikhiv).🧵 https://t.co/HAPwIYrFyu pic.twitter.com/ep7OvHwOlF
— ISW (@TheStudyofWar) September 22, 2023