Lengi hefur verið deilt um hvaða leið á að flytja korn frá Úkraínu, eða frá því að Rússar réðust inn í landið. Þá kom ESB upp svokölluðum samstöðuleiðum. Úkraína fékk þá mikinn afslátt af tollum en það hefur haft neikvæð áhrif fyrir bændur í nágrannaríkjunum.
Kornstreymið frá Úkraínu flæddi yfir nágrannaríkin og lækkaði verð á korni mikið vegna þess. Það hafði auðvitað neikvæð áhrif á tekjur bænda þar.
Af þeim sökum settu Pólland, Ungverjaland og Slóvakía bann við innflutningi á korni frá Úkraínu fyrr á árinu til að vernda bændur. ESB gagnrýndi þessa ákvörðun og sagði þetta „óásættanlegt“.
En það var mikill þrýstingur og í maí lét ESB undan og setti bann við korninnflutningi til nágrannaríkjanna. Í banninu fólst að Úkraína átti flytja korn í gegnum nágrannaríkin en með því skilyrði að kornið yrði selt í öðrum ríkjum. Það er þetta bann sem ESB ætlar ekki að framlengja og það veldur spennu á milli aðildarríkjanna.