fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Gunnar Smári þakkar Davíð fyrir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. september 2023 13:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn helsti forystumaður Sósíalistaflokks Íslands, ritaði fyrr í dag færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann færir Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, þakkir.

Tilefnið eru skoðanapistillinn Staksteinar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar er vitnað í dálkinn Huginn og Muninn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins þar sem fjallað er um fjölmiðilinn Samstöðin sem Gunnar Smári hefur verið í forystu fyrir:

„Dálkur Hugins og Munins í Viðskiptablaðinu gerir nýjasta ríkisfjölmiðilinn að umræðuefni, en ekki er þó víst að hann sé vel til þess fallinn að auka fjölbreytni, gagnsæi og fjölræði í fjölmiðlum, líkt og stjórnvöld segjast vilja leggja allt kapp á.“

Vísa Staksteinar til þess að Gunnar Smári hafi áður sagt að hluti framlaga sem Sósíalistaflokkurinn fékk úr ríkissjóði vegna árangurs síns í Alþingiskosningunum 2021 myndi renna til þess að fjármagna róttæka fjölmiðlun.

Gunnar Smári svarar Staksteinum, sem ekki er ritaðir undir nafni, með því að taka verk ritstjórans Davíðs fyrir. Hann rifjar upp átök Fréttablaðins við Davíð á upphafsárum þess þegar Gunnar Smári var ritstjóri blaðsins og Davíð var forsætisráðherra.:

„Þegar Fréttablaðið hóf göngu sína 2001 varð óvild Davíðs Oddssonar gagnvart blaðinu helsta eign þess. Við þurftum rétt aðeins að stríða Davíð og þá gaus upp í honum ólundin og hann tók að hrakyrða blaðið. Þetta vakti bæði athygli á Fréttablaðinu og gerði það spennandi. Þegar blaðið lá í forstofunni skalf það pínulítið og dró athygli fólks að sér. Þetta var fyrst og fremst verk Davíðs, sem þoldi ekki fjölmiðla sem ekki bugtuðu sig fyrir honum og beygðu í öllum málum.“

Gunnar Smári gleðst yfir því að honum sýnist sem að Davíð ætli að sýna Samstöðinni sömu góðvild:

„Mér sýnist Davíð og hirð hans ætla að færa Samstöðinni sömu gjöf. Það er alveg hreint magnað hvað þessi litli fátæki miðill fer mikið í taugarnar á Davíð. Og reyndar líka Bjarna Benediktssyni, sem vill afnema styrk til Sósíalistaflokksins vegna þess að flokkurinn hefur látið hluta hans renna til Samstöðvarinnar. Og svo éta þeir upp þessa óvild upp sem skottast í kringum þessa karla, en þó kannski fyrst og fremst auðfólkið sem rekur þessa karla, heldur Davíð úti sem húskarli.“

Að lokum er Gunnar Smári með einföld skilaboð til Davíðs Oddssonar:

„Ég segi bara: Takk Davíð, fyrir allt sem þú hefur gefið mér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann