fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Fréttir

Úkraína færir jólin

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska þingið samþykkti fyrr í þessum mánuði lög um að dagsetningu jólanna í landinu verði breytt.

Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu undirritaði lögin í gær og því er ekkert að vanbúnaði að lögin geti tekið gildi.

CNN greinir frá.

Áður fylgdi Úkraína hefðum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og var jóladagur í báðum löndum 7. janúar. Framvegis mun hins vegar 25. desember vera jóladagur í Úkraínu.

Þingmenn sem lögðu frumvarpið fram sögðu að þessi breyting myndi hjálpa úkraínsku þjóðinni að losna undan oki Rússa og lifa lífinu á eigin forsendum, með sínar eigin hefðir og hátíðisdaga.

Meirihluti Úkraínumanna og Rússa tilheyra réttrúnaðarkirkjunni (e. Orthodox). Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og hófu stuðning við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum Úkraínu hefur úkraínska réttrúnaðarkirkjan hins vegar í auknum mæli fjarlægst þá rússnesku, en hún hefur verið mjög höll undir rússnesk stjórnvöld.

Þessi gjá breikkaði enn eftir innrás Rússa í Úkraínu á síðasta ári og eindreginn stuðningur æðsta klerks rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Kirill patríarka, við innrásina hefur ýtt mjög undir það. Patríarkinn hefur sagt að um sé að ræða stríð milli rússneskrar menningar og vestrænna gilda.

Nýju lögin færa í fast form breytingar sem þegar voru hafnar en víða í Úkraínu voru síðustu jól haldin hátíðleg 25. desember.

Í nýlegri skoðanakönnun meðal Úkraínumanna lýstu 59 prósent yfir stuðningi við þessa breytingu.

Úkraínskir borgarar sem styðja breytinguna segja að hún sé hluti af því að færa landið nær Evrópu þar sem víðast hvar sé jóladagur 25. desember.

Fyrir sumum snýst breytingin ekki um trúarbrögð heldur er hún sögð táknræn fyrir sjálfstæði Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sá gosið hefjast með berum augum og segir sjónarspilið magnað – „Við vorum eiginlega að bíða átekta, svo bara skyndilega byrjaði þetta allt saman“

Sá gosið hefjast með berum augum og segir sjónarspilið magnað – „Við vorum eiginlega að bíða átekta, svo bara skyndilega byrjaði þetta allt saman“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Minnst 60 sagt upp hjá Icelandair

Minnst 60 sagt upp hjá Icelandair
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni

Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja heyra í Grindvíkingum sem eru að fara úr bænum núna

Vilja heyra í Grindvíkingum sem eru að fara úr bænum núna
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vesturlönd ætla að nota rússneskt fjármagn til að vopna Úkraínu

Vesturlönd ætla að nota rússneskt fjármagn til að vopna Úkraínu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigursteini ofboðið: „Þessi þjóð hlýtur að vera betri en þetta!“

Sigursteini ofboðið: „Þessi þjóð hlýtur að vera betri en þetta!“