fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Vefhönnunarfyrirtæki Andra sem varð miðpunktur fjölmiðlastorms á síðasta ári úrskurðað gjaldþrota

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefhönnunarfyrirtækið Sigur – vefstofa ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta þann 7. júlí síðastliðinn samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Eigandi félagsins er Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, en óhætt er að fullyrða að sannkallaður fjölmiðlastormur hafi geisað í kringum félagið í fyrra þegar greint var frá því að Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri Eflingar, hefði nokkrum árum fyrr gert verktakasamning við fyrirtækið varðandi hönnun og gerð nýrrar heimasíðu verkalýðsfélagsins. Vakti það sérstaka athygli að á þremur árum hefði fyrirtæki Andra fengið yfir 23 milljónir króna greitt úr sjóðum félagsins.

Þá var fullyrt að kostnaður við verkið hafi orðið mun meiri en ætlað var enda verkið gengið hægt og vandkvæði verið við að fá nákvæmdar tímaskýrslur og sundurliðaða reikninga auk þess sem Andri hafi fengið aðstoð frá utanaðkomandi fyrirtæki til að ljúka verkinu.

Var Andri allt annað en sáttur við fréttaflutning af málinu. „Magnað að á meðan stríð er að brjót­ast út í Evr­ópu taka fréttamiðlar sér tíma til að dreifa áróðri gegn mér og Viðari Þor­steins­syni. Þessi drullu­mokst­ur er aðeins enn einn liður­inn í bar­átt­unni um framtíð Efl­ing­ar,“ skrif­aði Andri í færslu á Face­book á meðan stormurinn geisaði.

Rétt er að geta þess að hatrömm átök geisuðu í Eflingu á þessum tíma í kjölfar endurkjörs Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem formanns félagsins. Agnieszka Ewa Ziółkowska sat sem fastast í formannsstóli þrátt fyrir kosningaósigurinn og ýjuðu samherjar hennar því að pólitík hefði ráðið för við ráðningu fyrirtækis Andra í verkefnið hjá Eflingu. Ástæðan er sú að Andri er meðal annars þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum, sem berst gegn spillingu, en á Facebook síðu hópsins hafa reglulega birst færslur að lýsa yfir stuðningi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í þeim orrustum sem hún stendur í hverju sinni.

Stjórn Eflingar, með Agnieszku í broddi fylkingar, lét lögmanninn Odd Ástráðsson gera lögfræðiúttekt á samningnum en niðurstaða þeirrar vinnuleit dagsins ljós í apríl 2022 og var niðurstaðan sú að samningurinn, umfang hans og kostnaður, hefði ekki verið borinn undir stjórn Eflingar með réttum hætti og þannig hafi Viðar farið gegn starfsskyldum sínum og heimildum með alvarlegum hætti.

Viðar og samherjar hans gáfu lítið fyrir úttektina og sökuðu Odd um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna við störf sín og að úttektin væri pöntuð niðurstaða frá Agnieszku og stjórninni. Benti Viðar meðal annars á að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafði ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast