fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Breki formaður Neytendasamtakanna segir að Elín og kærasti hennar gætu átt kröfu á hendur bílaleigunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. júní 2023 14:59

Elín Sif Steinarsdóttir og Breki Karlsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að Elín Sif Steinarsdóttir gæti átt kröfu á hendur bílaleigunni sem neitaði að leigja henni bifreið, sem hún var búin að bóka og greiða fyrir.

Elín Sif sagði í samtali við DV fyrr í dag að hún hafi verið illa svikin af bílaleigunni Blue Car Rental. Hún og kærasti hennar höfðu bókað og greitt fyrir bíl svo þau gætu keyrt til Akureyrar, en Elín er að útskrifast úr Háskólanum á Akureyri á morgun.

Í gær hafði starfsmaður á vegum fyrirtækisins samband við þau og sagði að þau þyrfti að hætta við bókunina þar sem það væru ekki til nóg af bílum. Elínu fannst þetta grunsamlegt og hafði aftur samband og þá viðurkenndi starfsmaður að þau hafi hætt við bókunina því þau eru Íslendingar og sagði að það væri regla hjá fyrirtækinu að leigja ekki Íslendingum bifreiðar í skammtímaleigu.

Elín var miður sín, enda um sólarhringur þar til hún þyrfti að vera á leið til Akureyrar. Hún endaði með að bóka bíl hjá öðru fyrirtæki og þurfti að greiða þrefalt hærra verð sökum lítils fyrirvara.

Bílaleigan sendi DV yfirlýsingu vegna málsins og sögðu þetta ekki rétt og sögðu að bílaleigan leigi Íslendingum, bæði í skammtímaleigu og langtímaleigu.

„Blue Car Rental hefur og mun alltaf leigja Íslendingum bíla þó svo að það hafi farið svo í þessu einstaka tilfelli. Hefur það einnig verið áréttað fyrir starfsmanninum sem setti sig í samband við Elínu.“

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni í fyrri frétt DV um málið.

Svar frá Neytendasamtökunum

DV sendi fyrirspurn á Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um málið og sagði hann að samtökin litu svo á að Elín gæti átt kröfu á hendur bílaleigunni.

„Það er klárlega í andstöðu við Evrópureglur að hafna viðskiptum á grundvelli þjóðernis. Ég hvet þau til að leita til okkar hjá Neytendasamtökunum og við getum aðstoðað þau við að leita réttar síns. Við teljum þau geta átt kröfu á hendur bílaleigunni sem nemur útgjöldum hennar umfram upphaflegt leiguverð,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“