fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Ragnheiður er þreytt á áralangri baráttu við kerfið – „Gott að vita að heilbrigðisráðherra ætlar að skíta upp á bak með sitt loforð til drengsins“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. júní 2023 14:00

Mæðginin Ragnheiður og Guðmundur Sölvi Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er bara virkilega sár fyrir hönd sonar míns,“ segir Ragnheiður Sölvadóttir, móðir Guðmundar Sölva, 13 ára, í samtali við DV.

Guðmundur Sölvi fæddist með tvíklofna vör og skarð allt aftur í mjúka góm og hefur í áraraðir þurft á aðstoð kerfisins að halda þegar kemur að tannviðgerðum og fleira.

Í gær fengu mæðginin bréf frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem fram kemur að umsókn um þátttöku SÍ í kostnaði við tannréttingar sé hafnað. 

DV fjallaði um mál Guðmundar Sölva í viðtali við Ragnheiði í janúar, þar sagðist hún þreytt á áralangri baráttu við kerfið og og að þurfa að sanna það reglulega, minnst annað hvert ár, með tilheyrandi pappírum að sonur hennar þurfi á aðstoð að halda.

Sjá einnig: Ragnheiður þreytt á margra ára baráttu – „Fullkomið ferli myndi fela í sér að ég gæti sinnt barninu mínu en ekki kerfinu“

Sjá einnig: „Hversu galið er það að setja barn í þessa óvissu í miðri meðferð?“

Í bréfi SÍ í gær kemur fram að með bréfi í lok síðasta árs hafi Ragnheiði verið bent á að mæta með soninn í mat á fyrirhuguðum tannréttingum hans til Tannlæknadeildar Háskóla íslands. Það hafi þau ekki gert, og vakin athygli á að ef matið berst þá verði afstaða SÍ endurskoðuð ef matið gefi tilefni til þess. 

Í samtali við DV segir Ragnheiður tannlæknadeildina lokaða og matið sé ekki gert þar heldur á einkastofu Kristínar Heimisdóttur tannréttingalæknis.

„Og til hvers að fara aftur þar sem hann fór 2020 og er sá eini sem hefur verið kallaður inn aftur,“ segir Ragnheiður.

„Mikið vildi ég óska þess að þessar risaeðlur myndu eignast barn með til dæmis skarð.

Gott að vita að Heilbrigðisráðherra ætlar að skíta upp á bak með sitt loforð til drengsins“ segir Ragnheiður í færslu á Facebook þar sem hún deilir bréfinu.

Vísar hún þar til fundar sem mæðginin áttu 14. febrúar með Willum Þóri Þórssyni heilbrigðisráðherra. Að sögn tók hann vel í erindi þeirra og ætlaði að ganga í málið. 

„Frábær áheyrn heilbrigðisráðherra og tók hann vel í okkar mál og var hann líka held ég pínu hissa á öllu þessu ferli, drengurinn afhenti ráðherra bréfin og var mikið hrósað fyrir að hafa komið með. Munum við fá boð von bráðar til ráðherra í ráðuneyti ásamt stjórn félagsins.“

Sjá einnig: Guðmundur Sölvi gekk á fund Willum Þórs og afhenti honum gögn sín – „Pínu hissa á öllu þessu ferli“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum