fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Þær berjast, taka áhættu og fórna – því miður -lífi sínu fyrir það“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. júní 2023 06:50

Úkraínskir hermenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Vladímír Pútín sendi her sinn inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári hefur konum í úkraínska hernum fjölgað hratt.

Þetta kemur fram í færslu úkraínska varnarmálaráðuneytisins á Telegram. Segir að rúmlega 60.000 konur komi nú að vörnum landsins á einn eða annan hátt. Rúmlega 42.000 þeirra eru sagðar hafa skráð sig að eigin frumkvæði í herinn.

„Þessi tala fer síhækkandi því vegna innrásar Rússa hefur mikill fjöldi úkraínskra kvenna gengið til liðs við her landsins,“ segir í færslunni.

Aukningin á einnig rætur að rekja til „töluverðra breytinga“ á löggjöf landsins en þær gera að verkum að nú mega konur ganga í herinn og berjast.

„Þær verjast jafn vel og karlar, berjast, taka áhættu og fórna – því miður – lífi sínu fyrir það,“ segir í færslunni.

„Þær eru fyrirmynd hugrekkis og staðfestu fyrir allan heiminn!“

Ekki er vitað hversu margar konur berjast í fremstu víglínu en um miðjan maí sagði Yveheniia Kravchuk, þingkona, í samtali við CNN að um 5.000 konur væru í úkraínskum bardagasveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“