fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Íslenskur karlmaður kærður fyrir líkamsárás og rán í Danmörku

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. júní 2023 15:10

Frá Hróarskeldu í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

33 ára gamall  Íslendingur var handtekinn 8. júní vegna líkamsárásar og ráns í dönsku borginni Hróarskeldu. 

Kemur þetta fram í tilkynningu lögreglunnar á Mið- og Vestur Sjálandi, Vísir greinir frá í dag.

Aðfararnótt 8.júní barst lögreglu tilkynning frá 37 ára karlmanni sem kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás af hálfu ókunnugs karlmanns í Ved Ringen hverfinu. Sagðist maðurinn hafa verið á gangi á opnu svæði í átt að lestarstöð borgarinnar þegar hann mætti árásarmanninum. Árásarmaðurinn hafi barið hann í höfuðið og sparkað í líkama hans áður en hann hvarf á brott með derhúfu brotaþola með sér. 

Brotaþolinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmaðurinn fannst skömmu síðar skammt frá vettvangi og reyndist hann vera undir áhrifum áfengis. Var hann fluttur á lögreglustöð þar sem hann gekk undir læknisskoðun fyrir yfirheyrslu. Var manninum sleppt að lokinni yfirheyrslu og hefur hann verið kærður vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt