fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Heimsending á kynlífstækjum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. maí 2023 16:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska heimsendingarþjónustan Wolt hefur starfsemi hér á landi í dag. Fyrst um sinn verður einungis boðið upp á heimsendingar í póstnúmerum 101-108 í Reykjavík, Seltjarnarnesi, og póstnúmerinu 200 í Kópavogi. Stefnt er að því að stækka starfssvæðið á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst.

Í tilkynningu fyrirtækisins segir að í gegnum app þess sé hægt sé að panta fjölda vara í heimsendingu og fá upp að dyrum innan 30-40 mínútna. Meðal annars matvörur, rétti frá veitingastöðum og raftæki. Segir í tilkynningunni að einn vinsælasti vöruflokkurinn hjá Wolt sé hjálpartæki ástarlífsins og að þau verði í boði í appi fyrirtækisins hér á landi.

Fyrirtækið segir að þegar fram líði stundir verði hægt að panta nánast allt í heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sé í fyrsta sinn sem svo víðtæk heimsendingarþjónusta sé í boði hér á landi. Wolt starfar nú í 25 löndum en Ísland er síðast af Norðurlöndunum til að fá þjónustu fyrirtækisins.

Gjald Wolt er misjafnt eftir sendingum en lágmarksgjald er 499 krónur. Fyrirtækið segir í tilkynningu sinni að nú þegar hafi um 100 veitingastaðir skráð sig hjá Wolt, auk matvöruverslunar, blómabúðar, bókabúðar og barnavöruverslunar. Meðal veitingastaðanna sé KFC á Íslandi og sé það í fyrsta sinn sem hægt sé að panta mat frá KFC í heimsendingu hér á landi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“