fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 12:57

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem Héraðssaksóknari hefur ákært fyrir nauðgun.

Maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað öðrum karlmanni fyrir tveimur árum, á heimili þess síðarnefnda. Hafði hann samfarir við manninn í endaþarm með ólögmætri nauðung og án samþykkis, að því er segir í ákæru. Sinnti hann því ekki þó að brotaþolin margbæði hann um að hætta. Brotaþolinn hlaut margar smásprungur við endaþarmsop af árásinni.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu brotaþola er gerð krafa um miskabætur upp á 3,5 milljónir króna. Einnig segir í texta ákærunnar þar sem fjallað er um einkaréttarkröfuna: „Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða þóknun vegna réttargæslu að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á réttargæsluþóknun.“

Sem fyrr segir var fyrirtaka í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en við fyrirtöku leggja málsaðilar fram gögn sín. Aðalmeðferð, sem er hin eiginlegu réttarhöld, verður síðar en DV er ekki kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna. Fyrir liggur að þinghöld í málinu eru lokuð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi