fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Rúmlega 100.000 Rússar hafa flúið til Georgíu síðan stríðið braust út – Ekki eru allir ánægðir með það

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. maí 2023 17:30

Langar raðir mynduðust við landamæri Rússlands og Georgíu í haust. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Vladímír Pútín sendi rússneska herinn inn í Úkraínu hafa rúmlega 100.000 Rússar flúið til Georgíu. En því fer fjarri að allir Georgíumenn taki þeim opnum örmum.

Georgíumenn fundu sjálfir fyrir því árið 2008 hvernig það er að rússneskir hermenn streymi inn yfir landamærin. En samt sem áður eru lög landsins á þann veg að þau gera Rússum auðvelt fyrir að flytja til landsins og vinna þar. CNN skýrir frá þessu.

CNN segir að þetta sérkennilega samband ríkjanna endurspeglist í ansi blönduðum móttökum Georgíumanna eftir því sem rússneskir innflytjendur sögðu í samtali við miðilinn.

Einn sagði að sumir séu hlýir og gestrisnir en aðrir biðji innflytjendurna að hafa sig á brott hið fyrsta.

Annar sagði að á sumum veitingahúsum hafi hann verið beðinn um að skrifa undir skjal þess efnis að hann sé á móti Pútín. „Ef þá grunar að þú sért Rússi, þá láta þeir þig skrifa undir skjal þar sem segir „ég er á móti Pútín og því sem hann gerir,“ sagði viðkomandi og bætti við að ef fólk vilji ekki skrifa undir fá það ekki aðgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa