fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Fagnar réttlæti fyrir dóttur sína í kinnhests-málinu á Dalvík – „Við hlógum og felldum tár hérna til skiptis”

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 27. maí 2023 11:47

Dalvíkurskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ótrúlega mikilvæg viðurkenning fyrir dóttur okkar, sem nú er orðin 15 ára gömul. Við hlógum og felldum tár hérna til skiptis þegar ég sýndi henni fréttirnar í gær,” segir Magnea Rún Magnúsdóttir.

Dóttir Magneu Rúnar varð fyrir þeirri ömurlegu reynslu að íþróttakennari á Dalvík rak henni kinnhest á skólatíma í maí árið 2021. Í kjölfarið hófst langt og strangt ferli sem hefur tekið mikið á fjölskylduna.

Sagt upp eftir að hafa rekið nemanda kinnhest í sjálfsvörn á Dalvík – Uppsögnin ólögmæt og kennaranum dæmdar 8 milljónir í bætur

DV fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma  en í einfölduðu máli var kennarinn sendur í leyfi og síðar sagt upp störfum en með stuðningi Kennarasamband Íslands og Félags grunnskólanema fór viðkomandi í mál við sveitarfélagið, fékk uppsögnina dæmda ólöglega og hlaut bætur upp á 8 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu svo við og taldi kennarann hafa framið gróft brot í starfi og að sveitarfélagið hafi verið í fullum rétti að segja kennaranum upp störfum.

Hér má sjá dóm Landsréttar

Magnea Rún segir fjölskylduna og ekki síst dóttur hennar upplifa mikinn létti að réttlætinu hafi verið fullnægt enda hafi úrskurður héraðsdóms verið mikið áfall. Eftir standi þó spurningamerki um framgöngu Kennarasambands Íslands.

„Það var Kennarasambandið sem upplýsti að umrætt atvik hefði átt sér stað í Dalvíkurskóla. Þær upplýsingar höfðu verið afmáðar úr gögnum málsins,” segir Magnea Rún. Uppljóstrunin átti sér þannig stað að Kennarasambandið birti frétt um málið áður en dómur var kveðinn upp í héraði og lét þar staðsetningu málsins fylgja með. :essi uppljóstrun varð til þess að kastljósinu var varpað á dóttur Magneu Rúnar sem reyndist henni afar þungbært.

Sjá einnig: Foreldrar stúlku sem lenti í átökum við kennara í Dalvíkurskóla stíga fram – „Dóttir okkar stimpluð sem forhertur vandræðagemlingur“

 

Þá hafi KÍ varið hegðun kennarans og sagt að áminning í starfi hafi verið hæfilegri niðurstaða. Magnea Rún segist vera afar ósátt við framgöngu sambandsins í málinu og að niðurstaða Landsréttar sýni svart á hvítu að forsvarsmenn KÍ þurfi að líta í eigin barm.

Sjá einnig: Dalvíkurmálið: Gagnrýna formann Félags grunnskólakennara harðlega – „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“