fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Birtir launaseðla leiðbeinenda á leikskólum – „Gætuð þið lifað af á þessum launum?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. maí 2023 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, bendir raunveruleika þeirra sem gegna störfum sem leiðbeinendur á leikskólum og birtir launaseðil eins slíks starfsmanns sem starfar í leikskóla hjá Reykjavíkurborg. Þessi tiltekni starfsmaður hafi það þó fram yfir suma aðra að vera að vinna hjá borginni sem greiðir sérstakar aukagreiðslur sem hin sveitarfélögin gera ekki. Til samanburðar birtir hún svo launaseðil starfsmanns í sömu stöðu hjá Kópavogi.

Starfsmaðurinn hjá Reykjavíkurborg er með 478 þúsund fyrir skatt en starfsmaðurinn hjá Kópavogi er með 433 þúsund.

Sonja vekur athygli á þessu í færslu á Facebook en þar veltir hún upp þeirri spurningu hvort hægt sé að lifa af á Íslandi á þessum launum:

„Ef þið skoðið þessa launaseðla fyrir laun í janúar 2023 sjáið þið mat samfélagsins á virði starfa leiðbeinenda á leikskólum. Launin eru þó ögn skárri í Reykjavík heldur en í Kópavogi eða öðrum sveitarfélögum. Þar munar heilum 45 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt (sjá grænu hringina). Það er vegna þess að Reykjavíkurborg greiðir sérstakar aukagreiðslur vegna þessara starfa sem hin sveitarfélögin gera ekki. Og neita að gera. Þau hafa hafnað sjálfsögðum kröfum okkar fólks um sömu laun fyrir sömu störf á leikskólum um landið allt. Gætuð þið lifað af á þessum launum?“

Launaseðlana má sjá hér fyrir neðan. Félagsmenn BSRB í 29 sveitarfélögum samþykktu fyrir helgi frekari verkfallsaðgerðir og stefnir í að starfsfólk skóla, sundlauga og íþróttamannvirkja leggi niður störf í skæruverkföllum á næstum vikum. Verkföll hófust þann 15. maí en um nokkuð flókna framkvæmd er um að ræða og mismunandi eftir dögum hvaða sveitarfélög og stéttir leggja niður störf. Yfirlit um aðgerðir má finna á vefsíðu stéttarfélagsins.

BSRB fundar um þessar mundir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS)  en af ummælum sem fulltrúar beggja félaga hafa látið falla undanfarið er ljóst að mikið ber á milli. SÍS hefur sakað forystu BSRB um að vera ekki tilbúin að axla ábyrgð á eigin samningum og hafa skorað á félagið til að fara með kjaradeiluna fyrir dóm. SÍS hefur svo verið sakað um að dreifa rangfærslum til starfsmanna til að draga úr þátttöku í atkvæðagreiðslum um verkföll. Ekki lítur út fyrir að kjaradeilan muni leysast á næstu dögum miðað við gengi viðræðna í þessari viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“