fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Rússar hafa stigið á bensíngjöfina og Úkraínumenn óttast nýja taktík þeirra

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. maí 2023 06:50

Frá Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa hert árásir sínar með flugskeytum og drónum á úkraínskar borgir og bæi að undanförnu. Úkraínumönnum hefur tekist vel upp við að verjast þessum árásum og hafa náð að skjóta flest flugskeytanna og drónana niður.

Sérfræðingar telja að þessar hertu árásir megi rekja til þess að Rússar eiga von á að Úkraínumenn hefji gagnsókn fljótlega í austurhluta landsins. Telja þeir að Rússar séu með þessu að reyna að valda miklu álagi á úkraínskar loftvarnarsveitir og ganga á birgðir þeirra.

Ef það tekst, þá verður rússneski flugherinn í betri stöðu til aðgerða þegar fyrirhuguð sókn Úkraínumanna hefst.

Serhij Popko, yfirmaður herstjórnarinnar í Kyiv, segir að þessi taktík Rússa sé tilraun þeirra til að valda miklu álagi á úkraínsku loftvarnarkerfin og til að leggja sálfræðilegan þrýsting á almenna borgarar. Það mun þeim ekki takast skrifaði hann á Telegram.

Eins og fyrr sagði hefur Úkraínumönnum gengið vel að verjast þessum árásum og tjón af þeirra völdum er ekki mikið. Hafa vestræn loftvarnarkerfi reynst vel og náð að skjóta flest flugskeytin og drónana niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum