fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rússneskir auðjöfrar hafa tapað 67 milljörðum dollara frá upphafi stríðsins

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. mars 2023 09:00

Roman Abramovich er rússneskur olígarki sem hefur tapað peningum vegna stríðsins. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmu ári síðan hafa 23 ríkustu Rússarnir tapað 67 milljörðum dollara.

Í kjölfar innrásarinnar gripu Bandaríkin, Evrópusambandið og Bretland til refsiaðgerða gagnvart Rússlandi og þær hafa reynst rússneskum auðmönnum dýrar.

Þeir 23 rússnesku  milljarðamæringar, sem voru á topp 500 yfir ríkasta fólk heims, hafa tapað 67 milljörðum dollara á þessu rúma ári.

Bloomberg skýrir frá þessu og segir að sá sem hefur tapað mestu sé Alezey Mordashov, sem er stærsti hluthafinn og stjórnarformaður Severstal, sem er stærsti stálframleiðandi landsins og stærsta námuvinnslufyrirtækið. Hann hefur tapað 6,7 milljörðum dollara. Hann er þó ekki á vonarvöl staddur því eignir hans eru metnar á um 140 milljarða dollara.

Næstur í röðinni yfir þá sem hafa tapað mestu er Vladimir Lisin, sem er stjórnarformaður Novolipteskt stálfyrirtækisins. Hann hefur tapað 5,8 milljörðum dollara. En eins og Mordashov þá er hann ekki á flæðiskeri staddur því eignir hans eru metnar á 144 milljarða dollara.

En það hafa ekki allir rússneskir auðmenn tapað peningum eftir að stríðið hófst. Til dæmis hefur Andrey Gurvey bætt um tveimur milljörðum dollara við eignir sínar en hann er aðaleigandi PhosAgro sem selur áburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga