fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Segja að þetta muni reynast Pútín dýrkeypt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2023 04:11

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu dögum hafa Rússar lagt mikla áherslu á að ná bænum Avdiivka í Úkraínu á sitt vald. Það hefur reynst þeim dýrt og mun reynast þeim enn dýrkeyptara.

Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins.

Avdiivka er skammt frá Donetsk og að undanförnu hafa Rússar beint sjónum sínum og kröftum að bænum. En það fer víðs fjarri því að þeir hafi náð þeim árangri sem þeir væntu.

Breska varnarmálaráðuneytið segir í stöðumati um gang stríðsins að Rússar hafi aðeins mjakast örlítið áfram og hafi misst gríðarlega mikið af brynvörðum ökutækjum. Segja Bretarnir að 10. skriðdrekaherdeild Rússa hafi líklega misst stóran hluta af skriðdrekum sínum í tilraununum sínum við að umkringja Avdiivka úr suðri.

Þessi skriðdrekaherdeild er hluti af stærri hersveit sem er að sögn Dagbladet fyrsta stóra hersveitin sem Rússar hafa myndað síðan í ágúst 2022. Þessi hersveit er sögð glíma við lélegan aga hermannanna og lélegan móral. Hún var við æfingar í Hvíta-Rússlandi áður enhún var send í fremstu víglínu en virðist samt ekki til stórræðanna þar að mati ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
Fréttir
Í gær

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu