fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Gæsluvarðhald yfir skotmanninum á Dubliners framlengt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. mars 2023 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhald yfir karlmanni um þrítugt, sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti inn á Dubliners á sunnudaginn, hefur verið framlengt.

Maðurinn var handtekinn á mánudag og var úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en það hefur nú verið framlengt til 22. mars.

Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins vel.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á sunnudag og var með mikinn viðbúnað við skemmtistaðinn Dubliners við Naustin 1. Að sögn sjónarvotta var þar hleypt af haglabyssu.

„Hann kom þarna inn með covid-grímu og hafði rætt stuttlega við starfsfólk um að komast á efri hæðina sýndist mér,“ sagði sjónarvottur sem DV ræddi við.

„Svo virðist hann hafa miðað þarna efst á barinn og hleypt af og hljóp svo út.“

Sjónarvottur greindi frá því að högl hafi fundist í vegg og skilti sem hékk ofan við bar veitingastaðarins. 

Sjá einnig: Hleypt af byssuskoti á Dubliner – Sérsveitin að störfum á vettvangi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Whippet hundur bjargaðist á ótrúlegan hátt úr bruna í Noregi – Íslenskur dýralæknir kom að meðferðinni

Whippet hundur bjargaðist á ótrúlegan hátt úr bruna í Noregi – Íslenskur dýralæknir kom að meðferðinni
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Í gær

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“
Fréttir
Í gær

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun