fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Skessuhorn komið í eigu útlendinga – Hyggjast byggja 1.000 fermetra villu á jörðinni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. mars 2023 08:00

Skessuhorn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadískur auðkýfingur hefur keypt jörðina Horn í Skorradal. Fjallið Skessuhorn er á jörðinni og fylgir því með í kaupunum. Hefur auðkýfingurinn í hyggju að reisa 1.000 fermetra villu á jörðinni auk 700 fermetra gestahúss.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Skessuhorn er auðvitað landsþekkt fyrir glæsileika og fegurð og er vinsæll áfangastaður fjallgöngumanna.

Þá er héraðsfréttablaðið nefnt eftir fjallinu.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að kaupendurnir séu hjón í yngri kantinum. Hafi eiginmaðurinn auðgast í tæknigeiranum.

Jörðin, sem er 110 þúsund fermetrar, var sett á sölu í maí á síðasta ári og tók aðeins 4 daga að selja hana.

Ásett verð var 145 milljónir en söluverðið var 150 milljónir.

Þrjár veiðiár renna um jörðina, Hornsá, Álfsteinsá og Andakílsá.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“