fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Helga barðist við eldinn á meðan sonur hennar hringdi í Neyðarlínuna – „Þetta var hræðileg lífsreynsla“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var hræðileg lífsreynsla en ég finn samt fyrir þakklæti, þetta hefði getað farið svo miklu verr,“ segir Helga Sóley Hilmarsdóttir en hún og synir hennar björguðust við illan leik út úr brennandi íbúð að Lyngási í Garðabæ á laugardagskvöldið.

Rannsókn hefur leitt í ljós að það kviknaði í út frá hleðslustæki sem var í sambandi við rafmagn en var ekki í notkun. Eldurinn kom upp í herbergi annars sonar Helgu en á meðan hún reyndi að slökkva eldinn forðuðu synir hennar sér út úr húsinu og hringdu í Neyðarlínuna. Herbergið er ónýtt og allar eigur sonar hennar sem voru í herberginu.

„Þetta er eitthvað sem hefði getað gerst hvar sem er og hvenær sem er, svona hleðslutæki eru staðalbúnaður á öllum heimilum. Við veltum því fyrir okkur hvort vatn hafi komist inn um gluggana og í snertingu við rafmagnið en það verður aldrei upplýst til fulls,“ segir Helga og lýsir stuttlega baráttu sinni við eldinn í herbergi sonar hennar:

„Ég reyndi að kljást við eldinn, sótti eldvarnarteppi og reyndi að kæfa hann en hann breiddi úr sér og læsti sig í gardínurnar. Þá vissi ég að ég réð ekkert við þetta svo ég lokaði herberginu og hljóp út til barnanna minna og tók við símtalinu við Neyðarlínuna.“

Fjölskyldan á tvo ketti, stóran kött annars vegar og 9 vikna kettling hins vegar. Sá stóri forðaði sér af vettvangi og er því miður týndur, en Helga taldi að kettlingurinn hefði farist í brunanum. Það var henni því mikil huggun og óvænt gleði í svartnættinu þegar hún sá slökkviliðsmann koma út úr húsinu með kettlinginn í fanginu, heilan á húfi. Raunar er Helga afar þakklát slökkviliði og lögreglu fyrir það hvernig starfsfólk þessara mikilvægu stofnana bar sig að við þessi erfiðu störf sín á laugardagskvöldið:

„Slökkvilið og lögregla héldu algjörlega utan um okkur, allir héldu ró sinni. Þetta er ótrúlega dásamlegt og flott fólk og við upplifðum okkur svo örugg hjá þeim. Þau hefðu ekki getað staðið betur að þessu.“

Eitt svefnberbergi í íbúðinni er ónýtt en öll íbúðin er undirlögð sóti og mikil brunalykt er í henni.

„Þetta hefði getað farið svo miklu verr“

Helga leitaði til bráðamóttöku á laugardagsnóttina þar sem hún hafði verið í návígi við eldinn og fann fyrir lítilsháttar óþægindum. Segist hún þá hafa leitað eftir áfallahjálp fyrir börnin sín. Er beiðni þar um komin í ferli. Þó að eldsvoðinn sé mikið áfall fyrir Helgu og fjölskylduna horfir hún á björtu hliðarnar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr,“ segir hún aftur og er auðvitað fyrst og fremst þakklát fyrir að allir séu heilir á húfi, jafnvel kettirnir. Hún er líka mjög ánægð með viðbrögð yngri sonarins sem hringdi í Neyðarlínuna á meðan hún sjálf barðist við eldinn.

„Hann var einmitt í fjölmiðlaviðtali um daginn af því það var eldvarnarvika í gangi í skólanum hjá honum. Þetta kvöld gerði hann nákvæmlega það sem hann var búinn að læra þar. Ég er líka þakklát fyrir að við höfum húsaskjól, dásamlegt vinafólk okkar lét okkur hafa afnot af íbúð sinni.“

Sem fyrr segir er eitt herbergi í íbúðinni ónýtt en íbúðin slapp að mestu við bruna en er þakin sóti. „Við vonumst til að geta flutt inn sem fyrst en það er óljóst hvenær það verður.“

Helga þáði boð DV um að birta reikningsupplýsingar fyrir þau sem myndu vilja liðsinna fjölskyldunni. Hún segist þó vera tryggð. „Við erum með tryggingu en við vitum ekki hvað hún nær langt. Það á eftir að koma í ljós.“ Mjög óljóst er til dæmis hversu vel skemmdir á íbúðinni vegna sóts verða bættar.

Reikningsupplýsingar: Kt. 280490-2969 Rknr. 512-26-2828

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv