fbpx
Mánudagur 27.mars 2023
Fréttir

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 17:00

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur verði teknir úr umsjá hennar og þeim komið í umsjá föður þeirra sem búsettur er í Noregi.

Málefni Eddu og barnsföður hennar komst í kastljós fjölmiðla fyrir tæplega ári þegar Edda kom með drengina hingað til lands með einkaflugvél, í óþökk föðurins sem hefur forræði yfir þeim í Noregi.

Allar götur síðan hafa synirnir dvalist hjá Eddu. Hún segir í samtali við DV að dómstólar hér hafi ekki tekið tillit til matsgerðaar dómskvadds matsmanns um að drengjunum sé best borgið í umsjá hennar né tekið tillit til einlægs vilja þeirra um að vera hjá sér. Edda krafðist þess að úrskurður Héraðsdóms verði felldur til gildi en til vara að aðfararðgerðin gegn henni fari ekki fram fyrr en þremur mánuðum eftir uppkvaðningu úrskurðar Landsréttar og að kæra til Hæstaréttar fresti fullnustu hans.

Landsréttur féllst ekki á þetta og er föðurnum heimilt eftir 21 dag frá uppkvaðningu úrskurðarins (sem var 31. janúar) að fá synina þrjá afhenta með beinni aðfarargerð, hafi hún ekki áður „komið á lögmætu sambandi með flutningi drengjanna til Noregs,“ eins og segir orðrétt í úrskurðinum.

Edda bendir á að Hæstiréttur hafi nýlega ógilt sambærilegan úrskurð Landsréttar í forræðisdeilu og bent á að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna barnanna sem um ræðir. Hún segir að þetta mál muni fara alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu ef nauðsyn krefur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjársvikari framseldur úr landi – Kom til Íslands árið 2014 og dvaldist hér með unnustu og syni

Fjársvikari framseldur úr landi – Kom til Íslands árið 2014 og dvaldist hér með unnustu og syni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sýknuð í skattsvikamáli MS Tækjaleigu

Kona sýknuð í skattsvikamáli MS Tækjaleigu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta verður væntanlega mikil áskorun fyrir rússneskt samfélag“

„Þetta verður væntanlega mikil áskorun fyrir rússneskt samfélag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur og Sóley svara grein Frosta – „Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum“

Hildur og Sóley svara grein Frosta – „Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum“