fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. desember 2023 14:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. desember var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir kynferðisbrot. Um lokað þinghald er að ræða.

Maðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt föstudagsins 12. ágúst árið 2022, fyrir utan veitingahús í Reykjavík, tekið buxnastreng sinn niður þannig að kynfæri hans blöstu við og hrist kynfæri sín fyrir framan konu. „…framangreind háttsemi var til þess falin að særa blygðunarkennd hennar,“ segir í ákæru.

Meint brot varðar 209. grein almennra hegningarlaga, en hún er svohljóðandi:

„Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] eða sektum ef brot er smávægilegt“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni kemur ekki fram miskabótakrafa frá konunni, eins og algengt er í málum af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Í gær

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram