fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Afstaða færir neyðarskýlum gjöf – „Þegar kuldinn og myrkrið er sem mest“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. desember 2023 09:59

Ingi Eyjólfsson, Edda Kristjánsdóttir og Guðmundur Ingi Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur í dag 5. desember afhent neyðarskýlum Reykjavíkurborgar að Lindargötu og Granda, ásamt úrræði Reykjavíkurborgar á Njálsgötu, nýjar dýnur. Guðmundur Ingi, formaður Afstöðu afhenti Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, dýnurnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Um er að ræða 50 sérhannaðar dýnur, af tegund sem meðal annars eru notaðar á sjúkrahúsum. Dýnurnar eru því sérlega vel fallnar til notkunar á fyrrnefndum stöðum, þar sem skjólstæðingar Reykjavíkurborgar gista. Afstaða sinnir mörgum einstaklingum sem glíma við heimilisleysi, vímuefnaraskanir og önnur félagsleg vandamál og er alltaf einhver hluti þeirra í úrræðum Reykjavíkurborgar.

„Það er með mikilli ánægju og hlýhug sem Afstaða afhendir Reykjavíkurborg dýnurnar, nú þegar kuldinn og myrkrið er sem mest – en líka þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð. Sérstakar þakkir fyrir aðstoðina fær Landspítalinn og Sigurður Reynisson (SÖR), en án þeirra hefði þetta ekki orðið að veruleika,“ segir Guðmundur Ingi.

Guðmundur Ingi og Heiða Björg
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Guðmundur Ingi ásamt ásamt starfsfólki Njálsgötu, Páli og Stellu
Mynd: Aðsend

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“