fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Stúlkan í Giddey-málinu komin með lögmann

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. desember 2023 14:30

Josh Giddey árið 2022. Mynd: Erik Drost-Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NBA-leikmaðurinn Josh Giddey hefur verið sakaður um að brjóta bandarísk lög með því að hafa átt óeðlilegt samneyti við stúlku undir lögaldri.

Sjá einnig: NBA-leikmaður grunaður um að vera í sambandi með unglingi

Nýjustu vendingar í málinu eru þær að stúlkan sem um ræðir er komin með lögmann sem er sagður mjög þekktur í Bandaríkjunum.

Giddey er bæði til rannsóknar hjá NBA-deildinni sjálfri og lögreglunni í Newport Beach í Kaliforníu.

Nánari upplýsingar um málið komu í ljós um helgina. Ásakanirnar á hendur Giddey komu fyrst fram með nafnlausum færslum á samfélagsmiðlum en þessum færslum hefur nú verið eytt. Fjölmiðillinn Code Sports greinir hins vegar frá því að samskipti Josh Giddey og stúlkunnar hafi átt sér stað árið 2021 þegar hann var nýliði í NBA-deildinni.

Að sögn Code Sports stóð samband Giddey og stúlkunnar stutt yfir og er jafnvel talið að um einnar nætur kynni hafi verið að ræða. Giddey var þá 19 ára og er hann sagður hafa talið stúlkuna vera jafnaldra sinn en hún er sögð hafa verið 15 ára og logið til um aldur sinn.

Fjölskylda stúlkunnar er sögð sjá eftir þeim áhrifum sem málið hefur haft á Giddey og feril hans.

Giddey, sem er leikmaður Oklahoma City Thunder, hefur ekki spilað eins vel á þessu tímabili og því síðasta og stuðningsmenn liðsins hafa púað á hann.

Fjölskylda stúlkunnar er sögð hafa verið treg til samvinnu við lögregluna. Fjölskyldan hefur nú fengið liðsinni Gloria Allred. Hún er þekktur lögmaður í Bandaríkjunum og hefur einkum komið að málum sem varða réttindi kvenna og mörg þeirra hafi vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Lögmannsstofa hennar segist taka að sér fleiri kvenréttindamál en nokkur önnur lögmannsstofa í Bandaríkjunum.

Allred hefur staðfest að stúlkan og fjölskylda hennar séu umbjóðendur sínir en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Allred er sögð afar hörð í horn að taka.

Það sem kom málinu af stað voru myndbönd og ljósmyndir af Giddey og stúlkunni sem birt voru á samfélagsmiðlum.

Á einni ljósmynd má sjá Giddey standa, ber að ofan, bak við stúlkuna. Á einu myndbandanna mátti heyra Giddey ræða við bróður stúlkunnar.

„Ég er hérna með fallegu systur þinni.“

Bróðirinn heyrist þá óska Giddey velgengni á körfuboltavellinum.

Á öðru myndbandi mátti sjá stúlkuna og Giddey fyrir utan næturklúbb.

Giddey hefur neitað að tjá sig um málið við fjölmiðla og hefur haldið áfram að leika með liði sínu þrátt fyrir ásakanirnar í hans garð.

Foxsports greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi