fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Skírnir: Sneru baki við 318 ára starfsreynslu – Segir að Þjóðkirkjan ætti að skammast sín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. desember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjóðkirkj­an ætti nú að ganga á und­an með góðu for­dæmi og leiðrétta mis­gjörðir sín­ar, biðjast af­sök­un­ar, skila embætt­um sem að ósekju hafa verið af rétt­kjörn­um prest­um tek­in og skamm­ast sín í ofanálag.“

Þetta segir Skírnir Garðarsson prestur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Skírnir steig fram á sama vettvangi fyrir rúmri viku síðan þar sem hann skrifaði um þjóðkirkjuna og umdeildar ákvarðanir efstu ráðamanna þar. Sneru skrifin að óþægindum og þjáningum sem prestar og fjölskyldur þeirra hafa orðið fyrir vegna meintra gerræðislegra ákvarðana biskupanna.

Sjá einnig: Alvarlegt mál sem krefst skoðunar, segir Skírnir: Slá­andi dæmi um órétt­læti, mis­mun­un og kúg­un

Núllaðir út

Í grein sinni í dag nefnir hann nöfn meintra brotaþola en alls er um að ræða níu einstaklinga sem hafa stigið fram og lýst samskiptum sínum við Þjóðkirkjuna. Í þessum hópi eru til dæmis Gunnar Björnsson, Ólafur Jóhannsson, Úrsúla Árnadóttir og Kristinn J. Sigurþórsson svo nokkrir séu nefndir.

„Þarna hafa bisk­up­arn­ir snúið baki við sam­tals 318 ára starfs­reynslu og þekk­ingu, nán­ast án þess að depla auga, þótt reynd­ar hafi tveim­ur eða þrem­ur prest­anna verið leyft að dútla eitt­hvað í sér­verk­efn­um á kaupi. All­ir hinir hafa bara verið núllaðir út úr þjón­ust­unni sem þeir voru vígðir til.“

Kastað út si-svona

Skírnir segir það vekja athygli að meðal þeirra níu presta sem um ræðir séu menn lærðastir sinnar stéttar á ýmsum sviðum, til dæmis sálgæslu, kirkjusögu og kirkjuréttar.

„Eng­ir au­kvis­ar með öðrum orðum. Fólk sem árum sam­an afl­ar sér prests­mennt­un­ar, starfar af heil­ind­um í söfnuðum sín­um, og á fjöl­skyld­ur og ætt­menni sem hjálpa til við upp­byggj­andi og heilla­drjúgt starf inn­an kirkj­unn­ar á það ekki skilið að vera kastað út si-svona, eins og í sum­um til­fell­um er staðreynd. Þó svo að í ein­hverj­um til­vik­um ein­hverj­um prest­anna hafi orðið eitt­hvað lít­ils hátt­ar á í mess­unni er það samt sem áður mjög mik­il­vægt að gæta meðal­hófs og sann­girni, og má segja að bisk­up­ar hafi brugðist því hlut­verki sínu.“

Skírnir segir að nú sé tími uppgjöra.

„Þolend­ur órétt­mætra ákv­arðana og mis­rétt­is stíga fram og stjórn­sýsl­an verður fyr­ir gagn­rýni úr ýms­um átt­um fyr­ir meint­ar mis­gjörðir sín­ar gagn­vart launþegum, starfs­fólki og al­menn­um borg­ur­um. Þjóðkirkj­an ætti nú að ganga á und­an með góðu for­dæmi og leiðrétta mis­gjörðir sín­ar, biðjast af­sök­un­ar, skila embætt­um sem að ósekju hafa verið af rétt­kjörn­um prest­um tek­in og skamm­ast sín í ofanálag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“