Tilkynnt var til lögreglu í gærkvöld um að flugeldum hefði verið kastað inn á svalir í íbúðahúsnæði. Atvikið átti sér séð í miðborginni, vesturbæ eða á Seltjarnarnesi. Gerendur voru farnir af vettvangi er lögreglu bar að.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir einnig að margar kvartanir um menn í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir hafi borist til lögreglu.
Einnig var óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja óvelkomna menn af skemmtistað í miðborginni. En mennirnir voru farnir þegar lögreglu bar að.
Tilkynnnt var um umferðaróhapp í Garðabæ eða Hafnarfirði. Við eftirgrennslan reyndist annar ökumannanna vera sviptur ökuréttindum og grunaður um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann var því handtekinn og vistaður í þágu rannsókn málsins.
Tilkynnt var um líkamsárás í Grafarvogi, Árbæ eða Mosfellsbæ. Árásarmaður var vistaður í fangaklefa í þágu rannnsóknar málsins.