fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

„Þetta er bara af­leiðing af ára­tuga van­rækslu á þess­um innviðum okk­ar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. desember 2023 08:00

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur færst mjög í vöxt á undanförnu árum að launafólk þurfi að vera frá vinnu til að sinna nákomnum ættingjum sínum, öldruðum foreldrum til dæmis.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að útvíkkun veikindaréttar þannig að hann nái til nánustu aðstandenda sé að finna í kröfugerð félagsins fyrir komandi kjarasamninga.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Þar kemur fram að forystumenn stéttarfélaga meti það svo að skortur á úrræðum í þjónustu við aldraða og staðan á hjúkrunarheimilum með sínum löngu biðlistum eigi hlut að máli. Það hafi færst í vöxt að fólk þurfi að taka sér frí frá vinnu til að sinna öldruðum foreldrum sínum í heimahúsi.

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, varpar frekara ljósi á þetta í samtali við Morgunblaðið.

„Við höf­um séð dæmi um hjón sem eru kom­in í mikið umönn­un­ar­hlut­verk gagn­vart for­eldr­um beggja og ann­ast þá allt upp í fjóra aldraða ást­vini, sem eru á biðlist­um og fá ekki þá þjón­ustu sem þeir þurfa á að halda. Þetta teng­ist beint umræðunni í sam­fé­lag­inu um slaka stöðu hjúkr­un­ar­heim­ila og kem­ur fram á öll­um fund­um hjá okk­ur.“

Ragnar Þór er sammála þessu og segir að hjúkrunarheimili séu yfirfull og þar sé aðeins pláss fyrir allra veikustu einstaklingana.

„Þetta er bara af­leiðing af ára­tuga van­rækslu á þess­um innviðum okk­ar sem voru byggðir hér upp af öfl­ugu fólki en síðan hef­ur þessi hluti vel­ferðar­kerf­is­ins verið al­ger­lega van­rækt­ur. Þetta bitn­ar á fjöl­skyldumeðlim­um sem þurfa að fara í þessi umönn­un­ar­hlut­verk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla