fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sjáðu myndbandið – Innkalla krydd vegna skordýra sem fundust og settu Matartips á hliðina – „Ferskt prótín!“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. desember 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krónan hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað krydd frá framleiðandum Bowl & Basket  vegna skordýra sem fundust í vörunni. Um er að ræða krydd af tegundinni Jalapeno Everything Bagel Seasoning.

Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í verslunum Krónunnar er bent á að skila henni í viðkomandi verslun gegn fullri endurgreiðslu.

Rekja má innköllunina til myndbands sem viðskiptavinur birti á Facebook-síðunni vinsælu Matartips! þar sem tæplega 54 þúsund meðlimir eru. Þar má sjá fjöldann allan af lirfum iðandi í kryddstauknum og vakti færslan gríðarlega athygli í hópnum.

„Ferskt prótín!,“ sagði einn léttur netverji og annar benti á að það hlytu að vera þessi 17 grömm af prótíni sem minnst er á í innihaldslýsingunni.

Annar netverji greindi þá frá því að hann hafi opnað kryddstauk á dögunum og þá hafi fiðrildi flogið upp úr honum. Velti sá fyrir sér hvort að um fiðrildalirfur væri að ræða.

Margir bentu notendanum á að senda skeyti á Heilbrigðiseftirlitið sem var og gert. Málið var svo sett í ferli og brást Krónan hratt og vel við ábendingunum.

 

Líf og fjör í kryddbauknum
play-sharp-fill

Líf og fjör í kryddbauknum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Hide picture